Forsíðan
Arion Banka mótið 2017

Arion banka mótið í fótbolta fer núna fram um helgina í Víkinni 12. - 13. ágúst. Mótið er fyrir 7. og 8. flokk drengja og stúlkna og er búist við að um 2400 krakkar taki þátt í ár. Allir þátttakendur fá glæsilegan Sparilandsglaðning og verðlaunapening ásamt máltíð.

Handboltaskóli Víkings

Handboltaskóli Víkings hefst 8. ágúst og er til 18. ágúst. Skólinn er frá 9:00 – 12:00 mánudaga til föstudaga og byrjar gæsla klukkan 8:30 hvern dag.

Umsjónamaður skólans er Díana Guðjónsdóttir meistaraflokksþjálfari kvenna. Meðan skólanum stendur koma leikmenn meistaraflokka Víkings í heimsókn ásamt fleiri gestum í skólann.

Skólinn er fyrir bæði stelpur og stráka á aldrinum 5 – 11 ára  (2011 – 2005 )

Iðkendur skulu mæta með nesti og íþróttaskó.

Hægt er að vera bæði tvær vikur og eina viku ætli iðkandi að vera eina viku er best að senda tölvupóst á .

Verð fyrir tvær vikur er 11.000 krónur

Verð fyrir eina viku er 5.500 krónur

Skráning í skólann fer fram á www.vikingur.felog.is

Allar nánari upplýsingar veitir Íþróttastjóri Víkings Fannar Helgi Rúnarsson

Guðmundur Birgir, Bjartur og Bjarki framlengja til tveggja ára við Víking

Meistarflokkur karla hefur æft mjög vel í allt sumar og ætla sér að koma vel undirbúnir til leiks þegar Olísdeildin hefst þann 10.september. Einn liður í þessu er að halda saman þeim kjarna sem byggður hefur verið upp síðustu 2 árum og nú í vikunni gengu 3 leikmenn frá framlengingu á samningum sýnum til vorsins 2019.

Fréttabréf Víkings

Fréttabréf Víkings 

Fréttabréf Víkings kom fyrst út í þessari mynd í september 2013 og hefur síðan komið reglulega út annan hvern mánuð.

Meðal efnis í júlí útgáfu fréttabréfs Víkings er viðtal við Loga Ólafsson þjálfara meistaraflokks karla. Farið fir gott gengi HK/Víkings í sumar ásamt kynningu á leikmönnum liðsins.

Fréttir af yngri flokkum Víkings í fótbolta á hinum ýmsu fótboltamótum í sumar. Karla og kvenna liðin í handbolta hafa hlotið liðsstyrk fyrir komandi vetur. 

Þú getur nálgast með því að klikka á myndina hér fyrir neðan 

 

Áfram Víkingur!

 

 

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna