Forsíðan
Jólahappadrætti Víkings 2018

Kæru Víkingar,

Árlegt jólahappdrætti Víkings er komið af stað og munu iðkendur í yngri flokkum félagsins ganga í hús í öllu Víkingshverfinu á næstu dögum. Við biðjum fólk að taka vel á móti þeim og kaupa miða en með því styrkið þið bæði félagið beint og líka þann sem er að selja því þetta er jafnframt fjáröflun fyrir þá aðila.

Happdrættið er sérlega veglegt þetta árið og vinningar glæsilegir, má þar nefna Amerískt heilsurúm frá Betra Bak,  fjallahjól frá GÁP,  Big Easy grill og margt fleira en vinningarnir eru að verðmæti tæplega 1.000.000 kr.

Aðeins er dregið úr seldum miðum og vinningslíkur því verulegar. Miðaverð er kr. 1.500 

Taktu á móti sölufólki okkar með jólaskapinu – keyptu miða .

Víkingsjólakveðja.

Verður Víkingaklappið tekið á Mercedes-Benz JuniorCup?

Víkingi var á dögunum boðið að senda U19 ára lið félagsins til keppni á hið þekkta Mercedes-Benz JuniorCup innanhúss mót sem haldið verður í nágrenni Stuttgart 5. og 6. janúar næstkomandi, en mótshaldarar sjá alfarið um að greiða flug og gistingu fyrir 16 manna hóp Víkings.

Fjölnir - Víkingur | Handbolti

Strákarnir halda í Grafarvoginn í kvöld og spila við Fjölni í 12. umferð Olísdeildarinnar. Við vitum að það hefur verið á brattann að sækja að undanförnu, margir góðir kaflar komið en ekki gengið sem skyldi að klára leikina með sigri - það mun koma.

Stuðningur við liðin okkar skiptir miklu máli og því viljum við hvetja stuðningsmenn og velunnara að fjölmenna í Grafarvoginn í kvöld og hvetja strákana. Þetta er næstsíðasti leikurinn fyrir jól en sunnudaginn 10. desember koma Valsmenn í Víkina. Við stefnum á að gera eitthvað skemmtilegt fyrir þann leik og vonandi getum við farið í jólafríið í góðri stöðu í deildinni.

Mætum í Dalhús í kvöld og styðjum okkar lið. Leikurinn hefst kl. 20:00.

Áfram Víkingur

Fjáraflanir

Víkingur og Garri hafa um árabil verið samstarfsaðilar, sem felst í því að allir flokkar Víkings í handknattleik og knattspyrnu versla allan klósettpappír frá Garra í fjáröflunum sínum. Í staðinn fær Barna- og unglinaráð Víkings veltutengdan styrk frá Garra, auk þess styður Garri Víking og fær auglýsingu á búningum.

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna