Afrekssjóður kvenna

Afrekssjóður kvenna var stofnaður af Knattspyrnufélginu Víkingi árið 2009.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja afreksstúlkur 15 ára og eldri með fjárframlögum sem stjórn sjóðsins ákveður og úthlutar hverju sinni. Afrekssjóðurinn er fyrir stúlkur í öllum deildum félagsins.
Tekjur sjóðsins eru frjáls framlög, áheit og aðrar tekjur sem sjóðnum kunna að berast, auk vaxtatekna. Stjórn sjóðsins stendur að a.m.k. einum viðburði árlega sem tryggir sjóðnum reglulegt tekjustreymi. Sjóðurinn má aldrei úthluta sem nemur meira en 50% sjóðsins á ári hverju eins og hann stendur 1. janúar ár hvert.
Stjórn sjóðsins er heimilt að breyta þessari reglu telji hún ástæðu til. Stjórn sjóðsins skal skipuð einum fulltrúa sem tilnefndur er af hverri starfræktri deild innan Víkings.

 

 Starfsreglur Umsóknarblað
tvzim
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna