Sögubrot - handbolti

Upphaf handknattleiks hjá Víkingi

  • Um 1937 hófust handboltaæfingar hjá Víkingi af talsverðum krafti, bygging skíðaskálans hófst um þetta leyti og segja má að sá hópur sem mest vann að framgangi þess máls hafi orðið að nokkurs konar ríki í ríkinu. Knattspyrnan var ekki lengur einráð í félaginu. Handknattleiksdeild Víkings var formlega stofnuð árið 1940.
  • Skólapiltar í Menntaskólanum og nokkrir úr Háskólanum lærðu íþróttina hjá Valdimar Sveinbjörnssyni leikfimikennara. Fyrstu handboltaæfingum hjá Víkingi stjórnaði Garðar S. Gíslason þjálfari.
  • Þann 30.mars til 10.apríl árið 1940 fór fram fyrsta Íslandsmótið í handknattleik og sá Víkingur um framkvæmd mótsins ásamt Val. Víkingur sendi meistaraflokk og 2.flokk til þessa fyrsta móts og endaði meistaraflokkur í fjórða sæti af fjórum liðum en 2.flokkur lenti í öðru sæti, en keppt var í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar.
TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna