fristundakortimage002

left direction
right direction

Fréttir

Arnar Steinn og Sindri valdir í U15

Arnar Steinn og SindriÁ föstudaginn var valið í U15 ára landslið karla í handknattleik. Það var Heimir Ríkarðsson landsliðsþjálfari sem valdi tvo Víkinga í hópinn, þá Arnar Stein Arnarsson og Sindra Bjarnason.

Nánar...

11 marka sigur á Hömrunum

Hamrarnir - VikingurMeistaraflokkur karla í handknattleik lék sinn sjötta leik á tímabilinu þegar þeir sóttu Hamrana heim í KA-heimilið á Akureyri fyrr í dag. Fyrir leikinn höfðu Hamrarnir jafnmörg stig og Víkingar en höfðu leikið einum leik fleira en okkar menn. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og jafnt var á með liðunum. Eftir 15 mínútna leik höfðu Víkingar eins marks forskot 5-6 og tvöfölduðu það forskot þegar liðin gengu til búningsherbergja, 12-14.

Nánar...

Afreksæfingar fyrir 5. og 4. flokki karla og kvenna.

AFREKSÆFINGAR
Handknattleiksdeild Víkings býður iðkendum í 5. og 4. flokki karla og kvenna upp á afreksæfingar í vetur og verður fyrsta námskeiðið 1. - 9. nóvember.

Nánar...

Einar Baldvin valinn í æfingahóp U19 ára

einar b
Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U19 ára landslið karla sem æfir helgina 31.október - 2.nóvember. Víkingar eiga einn fulltrúa í því landsliði, Einar Baldvin Baldvinsson.

Nánar...

Flottur 14 marka sigur á Mílunni

Vikingur - Milan vornNú í kvöld mættu Víkingar liði Mílunnar í 1.deildinni í handknattleik. Mílan er nýtt lið í deildinni og hefur sankað að sér flottum Selfyssingum og öðrum leikmönnum. Leikurinn fór mjög hægt af stað og greinilegt að liðin voru værukær og spenna í leikmönnum.

Nánar...

Dregið í bikarkeppni yngri flokka

Einar BaldvinÁ miðvikudaginn var dregið í 16 liða úrslit bikarkeppni yngri flokka í handknattleik. Dregið var í höfuðstöðvum HSÍ og voru öll Víkingsliðin í pottinum. Verið er að vinna í að finna tímasetningar fyrir leikina en þeim á að vera lokið fyrir 1.desember. Bikarhelgi HSÍ fer síðan fram 27.febrúar - 1.mars og þá fara fram allir úrslitaleikir yngri flokka og meistaraflokka. Í fréttinni má sjá dráttinn hjá yngri flokkunum.

Nánar...

Víkingur - Mílan föstudaginn 17. október

Vikingur-Mílan-e-mail.14.10Víkingar taka má móti Sunnlendingunum í Mílunni nk. föstudag og ætla sér ekkert nema sigur.

Nánar...