fristundakortimage002

left direction
right direction

Fréttir

Flott Reykjavíkurmót að baki

1525369 10152728841039233 4509429315508881885 nLaugardaginn 13.september fór fram Reykjavíkurmót 3.flokks karla í handknattleik. Leikið var í Austurbergi í Breiðholtinu og léku Víkingar í A-riðli með Fjölni og Val.

Nánar...

Öruggur sigur Víkinga á KR í Víkinni

Vík KR 10 of 64Víkingar tóku á móti KR í fyrsta leik sínum í fyrstu deildinni í haust. Leikurinn fór fram í Víkinni. Víkingum er spáð góðu gengi í vetur og því var spennandi að sjá hvort strákarnir myndu standa undir nafni.

Nánar...

Kæri Víkingur !

Vikingur-KR-A-3-16.09.14-page-001
Nú er sá tími að renna upp fyrir okkur, þjálfurum og leikmönnum, sem er hvað skemmtilegastur; undirbúningstímabilinu er að ljúka og deildarkeppnin að hefjast !!!

Nánar...

Víkingum spáð sigri - fyrsti leikur á laugardag

Vikingur-KR-A-3-16.09.14-page-001

Fyrsti leikur Íslandsmótsins í handboltanum verður leikinn í Víkinni á laugardag kl. 14:00. Það eru KR ingar sem sækja okkur heim. Víkingar ætla sér stóra hluti á komandi vetri og því er mikilvægt að fá góðan stuðning frá upphafi móts.

Nánar...

Bubble-bolti hjá 3. og 4.flokki karla og kvenna

20140911 185351
Á fimmtudaginn var slegið á létta strengi hjá 3. og 4.flokki karla og kvenna í handbolta. Pantaður var svokallaður bubble-bolti sem hefur verið vinsæll hjá félögum og fyrirtækjum að undanförnu.

Nánar...

Handbolti boðar til kynningarfundar fyrir nýja leiktíð

Handboltakv ld  1Næstkomandi föstudag býður handknattleiksdeildin öllum á handboltakvöld í Víkinni þar sem meistaraflokkur félagsins verður kynntur fyrir komandi leiktíð. Þá mun Ágúst Jóhannsson þjálfari fara yfir ýmis mál. Veitingar verða seldar á hóflegu verði. Dagskráin hefst kl. 19:00. Nánar í meðfylgjandi auglýsingu. 

Sigur á Fjölni í handboltanum

HlynurMeistaraflokkur karla lék sinn þriðja leik í Reykjavíkurmótinu í gærkvöldi gegn Fjölni. Okkar menn voru ekki alveg vaknaðir í byrjun leiks og komust Fjölnismenn í 0-4. Þjálfaratvíeykið Gústi og Gústi voru ekki sáttir við byrjunina og brugðu á það ráð að taka leikhlé. Við það vöknuðu strákarnir og jöfnuðu leikinn á stuttum tíma og höfðu yfirhöndina í hálfleik 15-12. Seinni hálfleikurinn var mikil skemmtun sem einkenndist af miklum hraða, baráttu og flottu spili hjá báðum liðum. Það fór svo á endanum að okkar strákar sigldu sigrinum í hús en leikurinn endaði 26-24.

Nánar...