Handbolti

Það var því auðséð að hér yrði um hörkuleik að ræða og úrslitaleik um hvort liðið myndi blanda sér í baráttuna um efsta sætið í deildinni.

Eftir smá hiksta í fyrstu 2-3 sóknunum náði Víkingsliðið sér fljótt á strik og munaði þar mest um Halldór í markinu og Brynjar í horninu sem fóru á kostum í byrjun leiks. Víkingsliðið náði fljótt 3-4 marka forystu sem hélst úr leikinn, meira eða minna.

Um miðbik seinni hálfleiks var Víkingur kominn með 6 marka forystu en þá byrjuðu Selfyssingar að saxa á. Sem betur fer tóku áhorfendur mjög vel við sér og með frábærri stemmningu tókst að hrinda áhlaupinu og öruggur sigur Víkingar í höfn.

Eins og svo oft áður var það varnarleikurinn og markvarslan (hjá bæði Halldóri og Þorgils) sem skipti sköpum. Nú er þetta svo að eftir eru 5 leikir í deildinni og það verður að leggja allt í sölurnar í hverjum einum og einasta og nú verða allir Víkingar að koma og hjálpa liðinu yfir síðasta hjallinn. Það munar um hvern einasta áhorfenda í stúkunni.

Áfram Víkingur.

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna