fristundakortimage002

left direction
right direction

Sigur á Selfossi heldur Víkingum í toppbaráttunni

Víkingur Handbolti 15 of 29Fyrir þá 250-300 áhorfendur sem lögðu leið sína í Víkina síðasta föstudagskvöld beið mikil skemmtun. Stórleikur Víkings og Selfoss. Selfoss hafði verið í miklum ham og m.a. lagt ÍBV að velli ásamt því að gera við þá jafntefli.

Það var því auðséð að hér yrði um hörkuleik að ræða og úrslitaleik um hvort liðið myndi blanda sér í baráttuna um efsta sætið í deildinni.

Eftir smá hiksta í fyrstu 2-3 sóknunum náði Víkingsliðið sér fljótt á strik og munaði þar mest um Halldór í markinu og Brynjar í horninu sem fóru á kostum í byrjun leiks. Víkingsliðið náði fljótt 3-4 marka forystu sem hélst úr leikinn, meira eða minna.

Um miðbik seinni hálfleiks var Víkingur kominn með 6 marka forystu en þá byrjuðu Selfyssingar að saxa á. Sem betur fer tóku áhorfendur mjög vel við sér og með frábærri stemmningu tókst að hrinda áhlaupinu og öruggur sigur Víkingar í höfn.

Eins og svo oft áður var það varnarleikurinn og markvarslan (hjá bæði Halldóri og Þorgils) sem skipti sköpum. Nú er þetta svo að eftir eru 5 leikir í deildinni og það verður að leggja allt í sölurnar í hverjum einum og einasta og nú verða allir Víkingar að koma og hjálpa liðinu yfir síðasta hjallinn. Það munar um hvern einasta áhorfenda í stúkunni.

Áfram Víkingur.