fristundakortimage002

left direction
right direction

Fréttir

Fréttabréf Víkings kemur nú út í annað sinn á árinu 2017

Vikingur frettabref 2. tbl. 5. arg. Marsapril 2017 forsiðaFréttabréf Víkings er komið út. 

Mars/apríl blaðið er að vonum fullt af efni og af nógu að taka í fréttum frá félagsmönnum. 

Skíðafólk Víkings er að standa sig frábærlega þessa dagana og er fjallað um árangur þeirra í fréttabréfinu.

Deildarkeppnin í handknattleik karla og kvenna er að klárast og nokkri leikir eftir af tímabilinu. Meistaraflokkur karla er í mikilli baráttu um að vinna sér sæti í umspili um sæti í efstu deild og biðja þjálfari og leikmenn meistaraflokks alla Víkinga um að fylkja sér að baki liðinu í komandi leikjum.

Knattspyrna er einnig áberandi í fréttabréfinu. Í fréttabréfinu eru myndir af öllum leikmönnum meistaraflokks Víkings, en undirbúningurinn fyrir keppni í Pepsi deildinni er í fullum gangi. 

Þá er Lengjubikarinn hafinn hjá meistaraflokk kvenna, en þær sigruðu ÍR örugglega í fyrsta leiknum um daginn, 3-0. 

Þá er að sjálfsögðu umfjöllun um yngri flokka félagsins, í knattspyrnu, haldknattleið og skíðadeild. Og einnig eru fréttir frá borðtennis- og tennisdeild Víkings.

Í blaðinu ritar Ólafur Þorsteinsson minningargrein um félaga sinn Dengsa, Jóhannes Tryggvason heiðursfélaga Víkings, sem lést nú í byrjun mars. 

Og síðast en ekki síst er fjallað um 1908 - Framtíðarsjóð Víkings, en honum er ætlað að efla uppbyggingu félagsins enn frekar og skila enn betra starfi og árangri í framtíðinni.

Hægt er að nálgast blaðið hér 

Áfram Víkingur!

Ársmiðar á heimaleiki Víkings

1600x500 TIx testPEPSI deildin 2017 – Ársmiðar á heimaleiki Víkings

Forsala - 25% afsláttur til 5. apríl

Sala á ársmiðum á heimaleiki Víkings sumarið 2017 er hafin. Salan fer fram á tveimur stöðum annars vegar á heimasíðu Víkings í félagakerfinu Nóra sem heldur utan um æfingagjöld iðkenda og hins vegar á www.TIX.is
Stuðningsmenn geta dreift greiðslum á nokkra gjalddaga þegar ársmiði er keyptur í gegnum heimasíðu Víkings.  Ársmiðar verða sendir heim í pósti.

Nánar...

Knattspyrna | Úrtaksæfingar U16 ára landslið kvenna

473789 10150472472863239 187998583 oKnattspyrna | Úrtaksæfingar U16 ára landslið kvenna

Eftirtaldir leikmenn Knattspyrnufélagsins Víkings hafa verið valdar á úrtaksæfingar U16 ára landsliðs kvenna sem fram fara 17. 19. mars næstkomandi. Þjálfari liðsins er Dean Martin.

Daðey Ásta Hálfdánsdóttir

Arna Eiríksdóttir

Ísafold Þórhallsdóttir

María Björg Marínósdóttir

Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel 

Áfram Víkingur !! 

 

Jó­hann­es Tryggva­son fram­kvæmda­stjóri og heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Víkings lést á Land­spít­al­an­um laug­ar­dag­inn 4. mars, 71 árs að aldri,

17155750 10154079944943239 8327900482093607952 nJó­hann­es Tryggva­son fram­kvæmda­stjóri og heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Víkings lést á Land­spít­al­an­um laug­ar­dag­inn 4. mars, 71 árs að aldri, en hann var fædd­ur 5. des­em­ber 1945.

Nánar...

Knattspyrna | Aðalfundur Knattspyrnudeildar Víkings

473789 10150472472863239 187998583 oAðalfundur Knattspyrnudeildar Víkings verður haldinn í Víkinni miðvikudaginn 22. febrúar 2017 klukkan 18:30

Nánar...

Knattspyrna| Víkingur semur við Milos Ozegovic og Muhammed Mert

20170217 174456Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við erlendu leikmennina Milos Ozegovic og Muhammed Mert um að leika fyrir félagið næsta sumar. 

Ozegovic er 24 ára serbneskur varnarsinnaður miðjumaður sem kemur til liðsins frá Radnicki Pirot. Hann á að baki 8 leiki í efstu deild í Serbíu og 65 leiki í næst efstu deild.

Mert er belgískur framliggjandi miðjumaður af tyrkneskum uppruna. Hann á að baki 6 leiki fyrir U15 og U16 ára landslið Tyrklands og 9 leiki fyrir U16, U17 og U18 ára landslið Belgíu. Hann er uppalinn hjá Belgísku félaginu KRC Genk en einnig á hann að baki leiki fyrir Fortuna Sittard og NEC Nijmegen í Hollandi.

Knattspyrnudeild Víkings býður þessa leikmenn velkomna og væntir þess að þeir verði góður liðsstyrkur fyrir sumarið sem er framundan.

Víkingur er kominn í undanúrslit Reykjavíkurmóts karla í knattspyrnu

Víkingur Meistaraflokkur TB 54Vík­ing­ur er kominn í undanúr­slit Reykja­vík­ur­móts karla í knatt­spyrnu.

Vík­ing­ur vann Fram, 3:1, í hrein­um úr­slita­leik liðanna um efsta sæti riðils­ins. Örvar Eggerts­son, Vla­dimir Tufegdzic og Vikt­or Örlyg­ur Andra­son skoruðu fyr­ir Vík­ing.

Vladimir Tufegdzic lék sinn fyrsta leik síðan í október 2016 og skoraði.  Örvar Eggertsson sem gekk til liðs við Víking frá FH í nóvember skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víking í meistaraflokki.

Undanúrslitaleikurinn verður gegn Val fimmtudaginn 9. febrúar kl 19 í Egilshöll.

 

hnappur aefingataflahnappur aefingagjoldhnappur fotboltamothnappur vikingasveitin svarthnappur thjalfararhnappur stefna knattspd