Meistarafl. kvenna

Linda Líf Boama, Brynhildur Vala Björnsdóttir, Ísabella Ösp Herbjörnsdóttir og Karólína Jack skrifuðu á dögunum undir samning við HK/Víking. Þær eru allar uppaldar og sigursælar með yngri flokkum félagsins. Þá hafa þær allar stigið sín fyrstu skref með meistaraflokki. 

Það er félaginu mikið gleðiefni að þessir leikmenn hafi skrifað undir samning og muni taka þátt í þeirri öflugu uppbyggingu sem á sér stað í HK/Víking. 

Leikmenn HK/Víkings, þær Isabella Eva Aradóttir og Margrét Eva Sigurðardóttir hafa verið valdar í í U19 landslið til að spila fyrir hönd Íslands í tveimur vináttuleikjum við Ungverja 11. og 13. apríl næstkomandi.  Leikirnir fara fram ytra.

Stelpurnar eru lykilleikmenn í meistaraflokki HK/Víkings og spiluðu stórt hlutverk í Íslandsmóti s.l. sumar.

Við óskum stúlkunum innilega til hamingju með von um gott gengi.

 

AIMG 3567 HKV TRO 10
Margrét Eva Sigurðardóttir  Isabella Eva Aradóttir
TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna