Sögubrot - knattspyrna

Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað í kjallaranum að Túngötu 12 þann 21.apríl árið 1908 , þar sem Emil Thoroddsen átti heima. Á fundinn mættu 32 drengir. Aðalhvatamenn og í fyrstu stjórn voru; fyrirliði hópsins og fyrsti Víkingurinn Axel Andrésson þá 12 ára gamall, formaður, Emil Thoroddsen 9 ára, ritari og Davíð Jóhannesson 11 ára gjaldkeri hinir stofnendurnir voru Páll bróðir Axels 8 ára og Þórður Albertsson 9 ára
Víkingur var stofnaður fyrir ánægjuna að spila fótbolta og til að fjármagna kaup á bolta. Fyrsti gjaldkerinn særði 2 eyringa og 5 eyringa upp úr vösum félagsmanna þar til hafðist að mestu fyrir fyrsta boltanum, en Egill Jacobsen kaupmaður er talinn hafa hjálpaði upp á restina. Fram að þeim tíma að tókst að aura fyrir fyrsta boltanum var notast við mineatur bolta sem var þeirrar náttúru að liggja eins og klessa þó hann félli úr háalofti. Eigandinn átti til að fara í fýlu og hirða boltan, líkaði honum ekki framgangur leiksins.

  • Árið 1914 vann Víkingur KR 2-1 í fyrsta opinbera kappleik félagsins á íþróttamóti Ungmennafélags Íslands.

Verðlaunaskjalið er varðveitt í fundarstofu félagsins í Víkinni.

    • Knattspyrnulið Víkings tapaði ekki kappleik frá stofnun 21. apríl 1908 til 16. júní 1918 og skoraði 58 mörk gegn 16.
    • Víkingur tók fyrst þátt í Íslandsmóti karla í knattspyrnu árið 1918.
    • Víkingur vann Íslandsmótið í fyrsta skipti árið 1920 síðan árin 1924,
    • 1981, 1982 og 1991.
     

Axel Andrésson var helsti hvatamaður að stofnun Knattspyrnufélagsins Víkings og var fyrsti formaður þess og er oft kallaður fyrsti Víkingurinn.

Emil Thoroddsen, einn af stofnendum knattspyrnufélagsins Víkings.

Davíð Jóhannesson, einn af stofnendum knattspyrnufélagsins Víkings.

 

     
Páll Andrésson, einn af stofnendum knattspyrnufélagsins Víkings. Þórður Albertsson, einn af stofnendum knattspyrnufélagsins Víkings. Æskuslóðir stofnenda. Svona var umhorfs á þeim slóðum sem Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað árið 1908. Félagið var stofnað á Túngötu rétt vestan við tjörnina í Reykjavík(Söguágrip þessi eru unnin úr bókinni "Áfram Víkingur" eftir Ágúst Inga Jónsson.)

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna