Knattspyrna

Víkingur og Garri hafa um árabil verið samstarfsaðilar, sem felst í því að allir flokkar Víkings í handknattleik og knattspyrnu versla allan klósettpappír frá Garra í fjáröflunum sínum. Í staðinn fær Barna- og unglinaráð Víkings veltutengdan styrk frá Garra, auk þess styður Garri Víking og fær auglýsingu á búningum.

Sölvi Geir Ottesen hefur samið við Víking á ný eftir frábæran 13 ára feril í atvinnumennsku. Á ferlinum hefur hann unnið sjö stóra titla á Norðurlöndunum og í Kína. Hann hefur spilað 29 A landsleiki og 11 U21-árs landsleiki.  Sölvi Geir Ottesen hefur samið við Víking á ný eftir frábæran 13 ára feril í atvinnumennsku.

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings hefur ráðið 2 nýja yfirþjálfara til starfa sem taka við af Luka Kostic sem lét af störfum núna í október. Einar Guðnason verður yfirþjálfari drengja og Sólrún Sigvaldadóttir yfirþjálfari stúlka.

40 vinningsnúmer  voru dregin út í happdrætti á herrakvöldi Víkings á föstudaginn. Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu Víkings frá 9-17 virka daga.

Víkingur áskilur sér rétt til þess að nýta þá vinninga sem ekki verða sóttir fyrir 1. desember n.k. Víkingur þakkar þeim sem tóku þátt í happdrættinu og vildu þannig styðja félagið. Áfram Víkingur!

 
Á málverkauppboðiðinu á herrakvöldi Víkings föstudaginn 3. nóvember verða margar glæsilegar myndir boðnar upp. Á meðal þeirra eru verk eftir Tolla, Einar G Baldvinsson, Jón Engilberts, Hauk Dór Sturluson og Kristján Davíðsson. Myndirnar má sjá hér:
 

Margrét Eva Sigurðardóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HK/Víking.

Margrét Eva uppalin hjá félaginu og hefur verið lykilleikmaður í meistaraflokki síðastliðin tvö ár.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Margrét Eva leikið 68 meistaraflokksleiki fyrir HK/Víking en hún á einnig að baki 6 leiki með U19 liði Íslands.

Það er mikið ánægjuefni fyrir HK/Víking að Margrét Eva hafi endurnýjan samning sinn við félagið. HK/Víkingur varð deildarmeistari í 1.deild kvenna árið 2017 og spilar í efstu deild á næsta ári.  

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna