Knattspyrna

Á síðasta heimaleik HK/Víkings gegn Tindastóli voru tveir leikmenn heiðraðir fyrir að ná 100 leikja markinu. Þær Milena Pesic og Þórhanna Inga Ómarsdóttir náðu því marki þar með og urðu tólfti og þrettándi leikmaður HK/Víkings sem nær því marki.

Á nýafstöðnum aðalfundi barna og unglingaráðs í knattspyrnu urðu breytingar á stjórn BUR, inn koma  tveir nýjir fulltrúar  og um leið fara tveir fulltrúar út. Ingvar Ingasson sem nýr formaður og Bergrún Elín Benediktsdóttir.

Aðalfundur knattspyrnufélagsins Víkings verður haldinn í Víkinni kl. 18:00 fimmtudaginn 22. Júní.

Dagskrá aðalfundar félagsins

1. Kosning í þriggja (3) manna í kjörbréfanefnd.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla aðalstjórnar, er leggur fram heildarskýrslu um starfsemi og framkvæmdir á vegum félagsins á liðnu starfsári.

4. Skýrsla um fjárhag félagsins þar sem lagður er fram til samþykktar endurskoðaður efnahags- og rekstrarreikningur félagsins í heild.

5. Tillögur að lagabreytingum lagðar fram til samþykktar.

6. Kosning formanns til eins árs.

7. Kosning þriggja (3) manna í stjórn til tveggja ára og eins (1) í varastjórn til tveggja ára.

8. Kosning tveggja (2) skoðunarmanna.

9. Önnur mál.

Allir félagar í Víkingi geta setið aðalfund sem áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt.

Atkvæðisrétt hafa eftirfarandi fulltrúar sem eru skipaðir af stjórn hverrar deildar eða ráðs:

20 fulltrúar knattspyrnudeildar.

15 fulltrúar handknattleiksdeildar.

6 fulltrúar skíðadeildar.

5 fulltrúar borðtennisdeildar.

6 fulltrúar fulltrúaráðs.

5 fulltrúar tennisdeildar.

5 fulltrúar karatedeildar.

5 fulltrúar almenningsdeildar.

HK/Víkingur - Víkingur Ó Þriðjudaginn 6.júní klukkan 19:15. 

Allur ágóði af miðasölu rennur til Samiru Suleman leikmanns Víkings Ó.

Margrét Eva Sigurðardóttir leikmaður HK/Víkings var valin í U19 landslið til að spila fyrir hönd Íslands í milliriðli EM 2017.

Riðillinn verður spilaður í Þýskalandi 7. - 12. júní.

HK/Víkingur er ákaflega stolt af að eiga fulltrúa í þessum flotta hópi og við óskum henni innilega til hamingju 

Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við Bjarna Guðjónsson um að starfa sem aðstoðarþjálfari við hlið Loga Ólafssonar næstu tvö árin.

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna