Almenningsdeild

Það verður sannkölluð fjölskylduhátíð í Víkinni fimmtudaginn 19. apríl þegar sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur.

Dagskráin hefst við Grímsbæ þar sem meistaraflokkur karla og kvenna í fótbolta grillar fyrir gesti og gangandi í boði 10/11. Klukkan 13:00 leggur síðan skrúðgangan af stað undir taktfastri tónlist Skólahljómsveitar Austurbæjar og verða fánberar úr röðum Víkings og skátana þar sem gengið er til Bústaðarkirkju

Dagskrá í Bústaðakirkju. Barnakórar kirkjunnar, línudans  frá eldri borgurum í Hæðagarði, Jóhann Lapas frá nemendaráði Réttarholltsskóla flytur ávarp og Benedikt Gylfason syndur, en hann var í öðru sæti í söngkeppni Samfés.

Eftir samveru í kirkjunni er dagskrá í Víkinni, Víkingshlaupið (sjá nánari upplýsingar hér), hoppukastalar, andlitsmálun, Skátarnir, þrautir og leikir, myndlistasýning leikskólanna, saga Fossvogsins 1918 – 2018 listasýning nemenda úr Fossvogsskóla og hið glæsilega kökuhlaðborð Víkings.

30653260 10156223009623428 476317173116043264 n

 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna