Almenningsdeild

Álfur hjólar hringinn í kringum landið

Arnór Gauti Helgason, álfur og Víkingur, lauk hringferð sinni um landið föstudaginn 11. maí. Arnór Gauti hóf ferð sína viku fyrr í Tíðaskarði í Hvalfirði þar sem nokkrir gallharðir Víkingar fylgdu honum fyrir Hvalfjörðinn. Tilefni ferðarinnar sem tók sjö daga var að vekja athygli á álfasölu SÁÁ sem hefst 15. maí.

Arnór Gauti sem er að skipta um starfsvettvang eftir fimm ár sem starfsmaður hjá SÁÁ fannst einmitt tilvalið að kveðja vinnustaðinn með þessum hætti.  Ferðin gekk áfallalaust þrátt fyrir að vetrarveður var á kappann norður fyrir Akureyri en seigla Arnórs Gauta er með eindæmum og hringinn komst hann. Við Víkingar erum afskaplega stolt af okkar manni og hvetjum alla til þess að styðja við göfugt málefni og kaupa álfinn. Þeir sem ekki náðu að hjóla með Gauta eru sérlega hvattir til þess að kaupa sér álf ? Á vef SÁÁ má lesa nánar um ferðina hjá Gauta https://saa.is/grein/alfur-ferd/

 

Álfar og Víkingar

Álfar og Víkingar

Fyrsta sæti í Fjölnismóti Gaman ferða og Kópavogsmaraþonið

Víkingar létu ekki sitt eftir liggja í Fjölnismóti Gaman ferða sem fór fram á Uppstigningardag en Fríða Rún Þórðardóttir, þjálfari hlaupahóps, hafnaði í fyrsta sæti í sínum aldursflokki í 10 km hlaupi kvenna og Tonie Gertin Sörensen í fyrsta sæti í sínum aldursflokki í  5 km hlaupi kvenna.

Kópavogsmaraþonið fór fram laugardaginn 12. maí. Auðvitað voru Víkingar á lista yfir keppendur og lentu tveir þeirra á verðlaunapalli. Fríða Rún var í öðru sæti í 5 km hlaupi kvenna og Heimir Ingimarsson í þriðja sæti í 10 km hlaupi karla. Til hamingju Fríða og Heimir!

 3  4    

                                                                                              Fríða Rún, t.h. önnur í 5 km                                                                      Heimir, t.v hafnaði í þriðja sæti í 10 km

Áberandi fallegur rauður litur í Reykjanesmóti Nettó og 3N

Rauði Víkingsliturinn var áberandi fallegur í Reykjanesmóti Nettó og 3N fór fram á Uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maí. Um var að ræða fyrsta götuhjólamótið í bi

5

karmótaröð HRÍ þetta árið. Þó svo að enginn Víkingur hafi tekið þátt í 106 km keppninni þá var góð þátttaka í almenningsmótinu þar sem keppt var í 63 og 32 km.

Víkingar fóru auðvitað ekki tómhentir heim þar sem unnið var bæði til verðlauna í keppninni sjálfri og happdrættinu. Björgvin Pálsson hafnaði í öðru sæti í 32 km keppni karla og í fyrsta sæti í sínum aldursflokki en hann fór leiðina á rúmum 48 mínútum. Jónína Vilhjálmsdóttir hafnaði í þriðja sæti í sínum aldursflokki í 32 km. keppninni og komu þrjár aðrar Víkings „stelpur“ næstar á eftir henni í röðinni: Svana Bára Gerber, Anna Linda Sigurgeirsdóttir og Súsanna Þorvaldsdóttir.

Víkings Fríðurnar rétt misstu af verðlaunasætum í sínum aldursflokki en Fríða Aðalgeirsdóttir var númer fjögur og Hólmfríður Sigurðardóttir númer fimm. Ekki náðist í verðlaunasæti í 63 km. keppninni en nær allir Víkingar sem þar tóku þátt töfðust vegna áfalla sem urðu snemma í brautinni og er ljóst að þeir mæta í vígaham í næsta mót og ætla sér stóra hluti.

 

 6 7   8
 Fríða Rún í Fyrsta sæti í sínum aldursflokki Tonie á verðlaunapalli í Gravarvoginum  Jónína með verðlaunin sín

Það er gaman að sjá hvað Víkingar eru duglegir að taka þátt í þeim fjölmörgu mótum, bæði í hlaupum og hjólum, sem í boði eru og láta veðrið ekki stoppa sig af þegar þannig liggur við. Þó svo að alltaf sé gaman að sjá Víkinga á palli þá megum við vera stolt af okkur öllum, þrjóskunni, þrautseigjunni, liðsheildinni og hvatningunni.

Áfram Víkingur – þar sem allir geta verið með!

                                                                                                  

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna