Almenningsdeild

Fossvogshlaup Hleðslu fór fram  fimmtudaginn 23. ágúst en um er að ræða götuhlaup við Víkina í Fossvogi þar sem boðið er upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km. Hlaupið hefur verið haldið árlega síðustu átta ár og er eitt fjölmennasta sumarhlaup ár hvert. Metþátttaka var í hlaupinu í ár en 534 voru skráðir til leiks og luku keppni.Arnar Pétursson úr ÍR er í fanta formi og sigraði í 5 km. hlaupi á tímanum 16:00 en Arnar á brautarmetið 15:22 sem hann setti í fyrra.  Í kvennaflokki var það hlaupakonan Helga Guðný Elíasdóttir úr Fjölni sem bar sigur úr býtum en hún kom í mark á tímanum 18:59. Í 10 km hlaupinu voru hlaupnir tveir 5 km hringir og fyrstur í mark í karlaflokki var Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR á tímanum 34:06 og í kvennaflokki sigraði Írís Anna Skúladóttir úr Fjölni á tímanum 39:16. Mikil og góð stemning var meðal þátttakenda og starfsmanna í hlaupinu enda aðstæður með besta móti í Fossvoginum í gær, bæði stillt og milt. Liðsmenn Almenningsíþróttadeildar sem samanstendur af hjóla og hlauphópum sáu um alla skipulagningu og utanumhald við hlaupið en rúmlega 70 manns komu að hlaupinu í tengslum við uppsetningu, frágang, brautarvörslu, veitingar og fleiri þætti. Þakkar deildin öllum sem að komu og styrktaraðilum fyrir hreint frábæran stuðnings.


Joomla Gallery makes it better. Balbooa.com

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna