Almenningsdeild

 

Eftir mikla leit hefur verið fundinn eftirmaður en Björk Kristjánsdóttir mun taka við þjálfun hjólahóps nú í mars/apríl. 

Björk hefur mikla reynslu af hjólaíþróttinni sinnt þjálfun og rekið Xtra Mile, þjálfað hjá Tindi en auk þess staðið að skipulagningu WOW, Glacier 360 og fleiri mótum.

Björk fór mikinn í hjólaíþróttinni 2015 en þá varð hún Íslandsmeistari í götuhjólreiðum, fjallahjólreiðum og Cylcocross. Björk er í þjálfaranámi á öðru stigi hjá ÍSÍ.

Við bjóðum Björk velkomna til starfa og þökkum Halla kærlega fyrir allt undanfarin ár en hann er nú ekki á förum enda flottur  félagi í hjólahópnum.

Bjrk

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna