Almenningsdeild

Fossvogshlaup Hleðslu fór fram í gær fimmtudaginn 29. ágúst en um er að ræða árlegt götuhlaup við Víkina í Fossvogi þar sem boðið er upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km.

Hlaupið hefur verið haldið árlega síðustu 9 ár og er orðið eitt vinsælasta sumarhlaupið.

Metþátttaka var í hlaupinu í ár en 707 voru skráðir til leiks og  luku 687 keppni. Elín Edda Sigurðardóttir  gerði sér lítið fyrir og setti brautarmet í 5 km hlaupi kvenna á tímanum 17:49, en  Í karlaflokki var það Vilhjálmur Þór Svansson sem var fyrstur í mark á tímanum 16:38.

Í 10 km hlaupinu var það Sigurður Örn Ragnarsson sem var fyrstur karla í mark á tímanum 33:25 og Arndís Ýr Hafþórsdóttir fyrst kvenna á tímanum 38:01.  Flottir tímar hjá þessum görpum.

Mikil og góð stemning var meðal þátttakenda og starfsmanna í hlaupinu enda aðstæður með besta móti í Fossvoginum í gær, bæði stillt og milt. Mikið líf var við hlaupaleiðina og áhorfendur virkir í hvatningu.

Sjálfboðaliðar frá Víkingi sjá um alla skipulagningu og utanumhald við hlaupið en í kringum 80 manns komu að hlaupinu í þeim fjölmörgu verkefnum sem sinna þarf við stórmót sem þetta.. 

MS og Almenningsíþróttadeild Víkings þakka þátttakendum, velunnurum og sjálfboðaliðum fyrir vel heppnað mót.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Frekari upplýsingar veitir Almenningsíþróttadeild Víkings


Joomla Gallery makes it better. Balbooa.com

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna