Borðtennis
Um helgina varð Víkingur deildarmeistari í 1. deild kvenna í borðtennis
annað árið í röð.

Liðið sigraði lið Dímons frá Hvolsvelli 3-1 og lið HK einnig 3-1. Dímon varð
í öðru sæti en HK í því þriðja.

Meistarar Víkings eru þær Halldóra Ólafs, Magnea Ólafs og Eyrún Elíasdóttir.

Jafnframt lauk keppni í 2. deild karla um helgina. Víkingur D sigraði KR B í
spennandi úrslitaleik 3-2 og flyst Víkingsliðið upp í 1. deild.

Lið Víkings var skipað þeim Stefáni Birkissyni, M. Barbascu og Arnóri Gauta
Helgasyni

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna