Borðtennis

Íslandsmótið í borðtennis fór fram um helgina. Þar bar hæst að Agnes Brynjarsdóttir varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna og varð þar með yngsti Íslandsmeistari í kvennaflokki frá upphafi en Agnes er aðeins 12 ára gömul. Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að svo ungur leikmaður verði Íslandsmeistari í meistaraflokki en það var árið 1994 þegar Guðmundur Stephensen varð Íslandsmeistari 11 ára.

Annað sem gerir þetta afrek einstakt er að Agnes vann alla leiki sína í einliðaleik með yfirburðum, fór í gegnum allt mótið án þess að tapa lotu og sigraði alla andstæðinga sína 4-0.

Agnes lék úrslitaleikinn á móti Ingibjörgu Sigríði Árnadóttur úr Víkingi sem hafði tekið spaðann af hillunni eftir nokkurt hlé en þær Agnes léku einmitt saman ítvíliðaleik og tóku silfrið í þeim flokki.

Stella Karen Kristjánsdóttir var í 3.-4. sæti í einliðaleik kvenna auk þess að ná í silfur í 1. flokki og brons í tvenndarleik þar sem hún lék með Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni. Þeir Magnús Jóhann og Ingi Darvis lentu einnig í 3.-4. sæti í tvíliðaleik og sömuleiðis voru þeir Magnús K. Magnússon og Sindri Þór Sigurðsson í 3.-4. sæti. Þá fékk Ingi Darvis einnig brons í einliðaleik karla, Hlynur Sverrisson lenti í 2. sæti í 1. flokki karla og Magnús Birgir Kristinsson fékk brons í 2. flokki karla. Öll úrslit má nálgast á heimasíðu BTÍ

Agnes Íslcrb

Agnes Brynjarsdóttir 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna