Borðtennis

Úrslit í Raflandsdeildinni fóru fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í dag en Víkingar spiluðu til úrslita bæði í karla- og kvennaflokki.

Í kvennaflokki sigruðu Víkingsstúlkur 3-0 í viðureign við KR og urðu þar með Íslandsmeistarar kvenna í liðakeppni. Síðast unnu Víkingar þann titil árið 2014. Liðið í vetur skipuðu þær Agnes Brynjarsdóttir, Nevena Tasic, Stella Karen Kristjánsdóttir og Þórunn Ásta Árnadóttir.

Í karlaflokki mættu Víkingar liði BH. Viðureignin var æsispennandi og fóru allir einliðaleikirnir í oddalotu en BH náði að lokum að tryggja sér sigur 3-1.

Lið Víkings í vetur skipuðu þeir Daði Freyr Guðmundsson, Ingi Darvis Rodriguez, Magnús Jóhann Hjartarson, Magnús K. Magnússon og Sindri Þór Sigurðsson.

Öllum viðureignum í kvenna- og karlaflokki var lýst beint á youtube rás Borðtennissambands Íslands en upptöku er hægt að skoða á rás BTÍ.

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna