Borðtennis

Búið er að velja hvaða einstaklingar verða sendir til að keppa á EM unglinga sem fram fer í Tékklandi dagana 7.-16. júlí.Tómas Ingi Shelton, landsliðsþjálfari unglinga, valdi fimm keppendur og þar á meðal eru Víkingarnir Agnes Brynjarsdóttir og Ingi Darvis Rodriguez. Agnes mun keppa í Cadet flokki ásamt Harriet Cardew en Darvis keppir í Junior flokki þar sem þeir Gestur Gunnarsson og Ellert Kristján Georgsson keppa líka.

 

Á vef BTÍ er sagt frá því að Agnes sé yngsti leikmaðurinn í mörg ár til að keppa á EM unglinga fyrir hönd Íslands. Gaman verður að fylgjast með þeim Agnesi og Darvis ásamt öðrum keppendum í Tékklandi í sumar.

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna