Borðtennis

Magnús og Nevena sigra á Grand Prix Lokamót Grand Prix mótaraðarinnar var haldið um helgina og fóru Víkingar heim með gull bæði í karla- og kvennaflokki.

Á Grand Prix mótaröðinni eru haldin nokkur mót yfir veturinn og að vori keppa svo átta stigahæstu keppendur tímabilsins í karla- og kvennaflokki á lokamóti Grand Prix.

Í karlaflokki mætust þeir Magnús K. Magnússon og Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson úr BH og sigraði Magnús 4-3 í spennandi leik. Í 3.-4. sæti voru svo þeir Örn Þórðarson úr HK og Pétur Mrteinn Urbancic Tómasson úr BH.

Í kvennaflokki lék Nevena Tasic við Kristínu Magnúsdóttur þar sem Nevena sigraði sannfærandi 4-0. Í 3.-4. sæti í kvennaflokki voru þær Agnes Brynjarsdóttir og Harriet Cardew frá BH.

Agnes og Stella sigruðu á aldursflokkamótaröðinni

Síðasta mót í aldursflokkamótaröð vetrarins fór fram um helgina. Veitt eru verðlaun í lok keppnistímabilsins fyrir samanlagðan árangur á mótum vetrarins. Þær Stella Karen Kristjánsdóttir og Agnes Brynjarsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum aldursflokki eftir lokamótið. Stella varð í fyrsta sæti í flokki stúlkna fæddar 2001-2003 en Agnes sigraði í flokki stúlkna sem fæddar eru 2006-2007.

Í strákaflokki áttu Víkingar einnig fulltrúa í verðlaunasætum. Askur Ingi Bjarnason varð í 3.-4. sæti drengja sem fæddir 2004-2005 og í flokki drengja fæddir 2008 og síðar varð Dagur Orrason einnig í 3.-4. sæti. Nánari úrslit í öllum flokkum má nálgast á vef BTÍ.

 

stella agnes

Stella og Agnes

 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna