Borðtennis

Aleksey Yefremov landsliðsþjálfari í borðtennis hefur tilkynnt hvaða leikmenn verða sendir fyrir til að keppa fyrir hönd Íslands í borðtennis á Smáþjóðaleikunum sem hefjast í lok maí.

Af sex leikmönnum sem verða sendir út koma fjórir úr herbúðum Víkinga en það eru Magnús Jóhann Hjartarson, Ingi Darvis Rodriguez, Stella Karen Kristjánsdóttir og Agnes Brynjarsdóttir sem líklega verður yngsti keppandi Íslands á Smáþjóðaleikunum og sennilega yngsti keppandi leikanna en Agnes er aðeins 12 ára gömul og á leið á sitt fyrsta alþjóðamót með A-landsliðinu.

Þá fara einnig þau Magnús Gauti Úlfarsson BH og Aldís Rún Lárusdóttir KR.

Smáþjóðaleikarnir eru haldnir í Svartfjallalandi þetta árið og mun borðtennishópurinn fara út 26. maí ásamt öðrum keppendum Íslands á leikunum. Nánari upplýsingar um leikana má finna á heimasíðu Smáþjóðaleikanna

isl mngro

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna