Borðtennis

Artic mótið í borðtennis var haldið um helgina en þar keppa Íslendingar, Grænlendingar og Færeyingar sín á milli.Keppt var í tvenndarleik, tvíliðaleik karla og kvenna, liðakeppni karla og kvenna og loks einstaklingskeppni karla og kvenna.

Landsliðsmenn og konur úr herbúðum Víkinga stóðu sig vel á mótinu en Nevena Tasic bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur þar sem hún sigraði í öllum flokkum sem hún keppti í og fór heim með fjögur gull. Nevena vann í einliðaleik kvenna, tvíliðaleik kvenna þar sem hún lék með Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR og hún sigraði líka í tvenndarleik þar sem hún lék með Magnúsi Gauta Úlfarssyni úr BH. Þá var Nevena einnig í sigurliði A-sveitar Íslands ásamt Víkingsstúlkunum Agnesi Brynjarsdóttur og Stellu Karen Kristjánsdóttur og Aldísi Rún úr KR.

Magnús K. Magnússon spilaði einnig vel og tók tvö gull á mótinu. Hann sigraði í tvíliðaleik karla þar sem hann lék með Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni úr BH. Magnús var líka í sigurliði Íslands sem vann liðakeppni karla en þar lék hann með Jóhannesi Bjarka sem og Ellert Kristjáni Georgssyni úr KR. Nánari fréttir af úrslitum og umfjöllun um mótið er að finna á heimasíðu BTÍ.

Nevene Artic

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna