Borðtennis

Keppt var í opnum flokki karla og kvenna og til að gera langa sögu stutta þá sigruðu Víkingar í báðum flokkum.

Í karlaflokki var Magnús Jóhann Hjartarson í fyrsta sæti eftir að hafa sigrað Skúla Gunnarsson úr KR 4-3 í æsispennandi úrslitaleik þar sem síðasta oddalotan fór 12-10 fyrir Magnúsi.

Í kvennaflokki áttu Víkingar efstu sætin. Til úrslita léku þær Nevena Tasic og Agnes Brynjarsdóttir og vann Nevena viðureignina 4-1. Lóa Floriansdóttir Zink, sem spilaði sína fyrstu leiki í Víkingstreyju í dag, fékk bronsverðlaun og Víkingsstúlkur því með gull, silfur og brons.

Rafland og Ísbúð Vesturbæjar gáfu sigurverðlaun á mótinu.

inCollage 20191005 231830511

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna