Borðtennis

Fyrsta Grand Prix mót vetrarins hófst skömmu eftir hádegi með keppni í opnum flokki kvenna og karla.

Hin 13 ára gamla Agnes Brynjarsdóttir lék í kvennaflokki og spilaði hún til úrslita þar á móti Nevenu Tasic en hafnaði í öðru sæti.

Strax að loknu Grand Prix mótinu tók Agnes þátt í U-21 móti þar sem hún keppti í karlaflokki. Í fyrstu viðureign lék hún á móti Ellert Kristjáni Georgssyni, en hann var efstur meðal keppenda á styrkleikalista BTÍ.

Agnes byrjaði á að vinna fyrstu lotuna en þurfti að játa sig sigraða eftir jafna viðureign þar sem m.a. þurfti upphækkun til að skera úr um sigur í sumum lotum.

Við það færðist Agnes yfir í B-keppni en gerði sér lítið fyrir og fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem hún lék við Óskar Agnarsson úr HK. Þar þurfti einnig að grípa til upphækkunar í tveimur lotum en að lokum tókst Óskari að knýja fram sigur.

Tveir úrslitaleikir á tveimur mótum sama daginn er engu að síður góð byrjun á kepnnistímabilinu hjá Agnesi.

agnesokt 1

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna