Borðtennis

Víkingar voru áberandi í landsliðinu sem hélt til Tallinn í Eistlandi til að taka þátt í Estonian Open Championship. Í fjögurra manna hópi kvenna voru þrjár Víkingsstúlkur en það voru Nevena Tasic, Stella Karen Kristjánsdóttir og Agnes Brynjarsdóttir. Auk þeirra var Ingi Darvis Rodriguez í fjögurra manna hópi karla.

Spilað var í opnum flokki kvenna og karla en einnig var spilað í junior og cadett flokki sem og í liðakeppni þannig að leikmenn fengu marga leiki á mótinu enda hátt í 200 keppendur frá 17 löndum sem tóku þátt. Í liðakeppni cadet kvenna fékk Agnes Brynjarsdóttir bronsverðlaun þar sem hún spilaði með Harriet Cardew úr BH. Í opnum flokki var spilað með útslætti en út frá sigri eða tapi röðuðust keppendur á nýtt þannig að spilað var upp á öll sæti en ekki bara efstu þrjú. Ingi Darvis endaði í 28. sæti í karlaflokki en kvenna megin endaði Agnes í 30. sæti. Nevena í 33. sæti og Stella Karen í 39. sæti.

estonia2019

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna