Borðtennis

Fjórða og næst síðasta leikjahelgin í deildakeppni BTÍ fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla um helgina.

Nú þegar aðeins ein leikjahelgi er eftir sitja Víkingsstúlkur ósigraðar í efsta sæti deildarinnar með fjögurra stiga forystu á næstu lið.

Þær sigruðu BH í fyrri umferð helgarinnar 3-0 og í síðari umferðinni sigruðu þær KR-A 3-2 í æsispennandi viðureign. Tvíliðaleikurinn við KR-A tapaðist naumlega í framlengdri oddalotu en Stella Karen Kristjánsdóttir vann báða einstaklingsleiki sína og í síðasta leik viðureignarinnar sigraði Agnes Brynjarsdóttir sinn andstæðing 3-1 og landaði þar með sigri Víkingsstúlkna.

bordtennis

Í efstu deild karla deilir lið Víkings-A efsta sætinu með BH-A og KR-A. Um helgina mætti Víkingur-A liði KR-A í síðari umferðinni og þurfti að spila alla fimm leiki viðureignarinnar til að ná fram úrslitum. Í lokaleiknum spilaði Magnús Jóhann Hjartarson við Davíð Jónson og skiptust þeir á að vinna loturnar en í fimmtu og síðustu lotunni náði Magnús að knýja fram sigur og þar með unnu Víkingar viðureignina 3-2. Sem fyrr segir þá eru Víkingar, BH og KR jöfn að stigum fyrir síðustu leikjahelgina og ljóst að mikil spenna verður í síðustu umferðunum sem fara fram helgina 22.-23. febrúar.

bordtennis2jpg

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna