Borðtennis

Íslandsmótinu í borðtennis lauk um helgina og urðu þau Agnes Brynjarsdóttir og Ingi Darvis Rodriguez Íslandsmeistarar í einliðaleik. Agnes varði titilinn frá því í fyrra en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Darvis í einliðaleik í meistaraflokki.

 

Darvis mætti Magnúsi Gauta úr BH, Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, í úrslitaleik. Darvis vann fyrstu lotuna örugglega 11-3 en Magnús náði að vinna aðra lotuna 7-11. Eftir það setti Darvis í annan gír og vann næstu þrjár lotur og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn með 4-1 sigri í lotum talið.

 

Agnes mætti Aldísi Rún úr KR í úrslitaleiknum í kvennaflokki. Agnes sigraði fyrstu lotuna sannfærandi 11-5 en önnur lotan var æsispennandi þar sem þær skiptust á að vera yfir í bráðabana en að lokum náði Agnes að vinna lotuna 19-17. Næstu tvær lotur vann Agnes sannfærandi og varði því Íslandsmeistaratitilinn eftir 4-0 sigur.

 

Í tvíliðaleik unnu Agnes og Darvis einnig til silfurverðlauna. Í tvíliðaleik karla spilaði Darvis með Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni en þeir þurftu að játa sig sigraða í úrslitaleik á móti þeim Magnúsi Gauta og Birgi Ívarssyni úr BH. Víkingar áttu einnig bronsverðlaunahafa í tvíliðaleik karla en það voru þeir Daði Freyr Guðmundsson og Davíð Teitsson. Kvenna megin spiluðu þær Agnes og Stella Karen Kristjánsdóttir til úrslita á móti Sól Mixa og Harriet Cardew úr BH en töpuðu naumlega í úrslitalotu. Loks unnu þau Magnús Jóhann og Stella Karen til bronsverðlauna í tvenndarleik þannig að Víkingar unnu til verðlauna í öllum stóru keppnisflokkum helgarinnar.

7dd36c 77319ef2784145c5a925fc8cb44a9c41 mv2

 

 
Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna