Diðrik Ólafsson f.1952, lék með Víkingi í öllum yngri flokkum og spilaði í 10 ár í meistaraflokki félagsins frá árinu 1969, alltaf í stöðu markvarðar. Hann var aðalmarkvörður félagsins allan tímann. Diðrik lék 5 landsleiki fyrir Íslands hönd frá árinu 1968 og vann alla titla í knattspyrnu með félaginu sem í boði voru þ.e Reykjavíkurmeistari 1974, 2var sinnum Íslandsmeistari og loks Bikarmeistari 1971.

Jón Ingi Ólafsson f.1946, lék með Víkingi í öllum yngri flokkum. Hann lék í 10 ár í meistaraflokki félagsins frá árinu 1969, alltaf í stöðu miðvarðar eða djúps miðjumanns og löngum fyrirliði liðsins. Jón Ingi, sem er kallaður Donni, vann alla titla í knattspyrnu með félaginu sem í boði voru þ.e Reykjavíkurmeistari 1974, 2var sinnum Íslandsmeistari og loks Bikarmeistari 1971. Donni var gerður að heiðurfélaga Víkings árið 2014.

Mynd leikur 1

Þessi mynd er tekin haustið 1973, þegar Víkingur vann sig upp í fyrstu deild eftir eins árs fjarveru. Víkingur vann svo Reykjavíkurmótið vorið 1974.

Aftari röð f.v.:Pétur M. Bjarnarson þjálfari, Örn Guðmundsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Gunnlaugur Kristfinnsson, Bjarni Gunnarsson, Magnús Bárðarson, Gunnar Gunnarsson, Eiður Björnsson, Jóhannes Tryggvason, Theodór Halldórsson aðstoðarþjálfari.

Fremri röð f.v. Eiríkur Þorsteinsson, Jóhannes Bárðarson, Jón Ingi Ólafsson, Diðrik Ólafsson, Ögmundur Kristinsson, Magnús Þorvaldsson, Stefán Halldórsson, Þórhallur Jónasson og Ólafur Þorsteinsson

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna