Víkingskonur tryggðu sér í dag deildarmeistaratitilinn í Raflandsdeildinni þegar síðustu tvær umferðirnar fóru fram.

Víkingskonur tryggðu sér í dag deildarmeistaratitilinn í Raflandsdeildinni þegar síðustu tvær umferðirnar fóru fram. Víkingur vann bæði KR-B og KR-C 3-0 og urðu þar með deildarmeistarar 2019.

Liðið er skipað þeim Nevenu Tasic, Stellu Karen Kristjánsdóttur, Þórunni Ástu Árnadóttur og Agnesi Brynjarsdóttur. Þess má geta að Agnes, sem er 12 ára gömul, er yngsti leikmaður sem hefur náð þeim árangri að verða deildarmeistari í borðtennis.

En eins og margir vita þá varð Guðmundur Stephensen Íslandsmeistari í einliðaleik karla aðeins 11 ára gamall árið 1994.

Í karlaflokki var BH deildarmeistari en Víkingur-A varð í öðru sæti. Fjögur efstu liðin í karla- og kvennaflokki munu svo leika í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppni. Í annarri deild karla endaði Víkingur-B í efsta sæti með fullt hús stiga og eru því komnir í undanúrslit þar sem þeir spila um laust sæti í efstu deild næsta vetur.

Myndin með fréttinni sýnir Víkingskonur taka við deildarmeistaratitlinum en á myndina vantar Þórunni Ástu sem gat því miður ekki keppt með liðinu í dag.

Capture

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna