FÉLAGIÐ

 

Knattspyrnufélagið Víkingur fagnar í dag 110 ára afmæli sínu í dag. Félagið var stofnað 21. apríl 1908 og er því eitt elsta íþróttafélag landsins.

Það voru ungir drengir á aldrinum 8-12 ára sem stóðu að stofnun félagsins. Áttu þeir flestir heima í hjarta Reykjavíkur við Suðurgötu, Tjarnargötu og Túngötu. Stofnendur Víkings voru Axel Andrésson, Emil Thoroddsen, Davíð Jóhannsson, Páll Andrésson og Þórður Albertsson.

Félagið fagnar 110 ára afmælinu með margvíslegum hætti í gegnum árið með sérstakri afmælisdagskrá.

Víkingar nær og fjær - til hamingju með daginn

 

Kapplið II. flokks 1917. Efsta röð frá vinstri: Lárus Einarsson og Walter Ásgeirsson. Miðröð: Ragnar Blöndal, Gísli Pálsson, Tómas Jónsson, Óskar Norðmann, Jón Brynjólfsson, Stefán Pálsson, Snorri B. Arnar. Neðsta röð: Björn Eiríksson, Axel Andrésson, formaður, Hjálmar Bjarnason.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna