FÉLAGIÐ

Fólk var í hátíðarskapi þegar aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Víkings bauð til hátíðarsamkomu í tilefnis 110 ára afmælis félagsins, laugardaginn 21. apríl sl.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Björn Einarsson, formaður Víkings, Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings og Ólafur Þorsteinsson, formaður fulltrúaráðs- og hátíðarnefndar Víkings héldu ræður.

Í ræðu sinni sagði Björn Einarsson m.a.: “Víkingur byggir á afar traustum grunni og í félaginu býr mikil og merkileg saga sem eru mikil verðmæti okkar umfram mörg önnur félög. Hina einstöku sögu, hið einstaka félagshjarta og hin einstaka væntumþykja fyrir félaginu ber ávallt að virða og að hafa sem leiðarljós gagnvart félaginu. Þannig verður framtíð Víkings björt um alla tíð.“

Þá var á samkomunni nýr söguvefur Víkings formlega opnaður af Birni. „Við munum taka formlega í notkun nýjan rafrænan söguvef félagsins í dag – að baki er mikið frumkvæði, elja og vinna sögunefndar okkar sem er skipuð af Þór Símoni Ragnarssyni, Ágúst Inga Jónssyni og Ólafi Þorsteinssyni. Sérstakur starfsmaður nefndarinnar er Auðólfur Þorsteinsson. Þakka ég þeim öllum fyrir frábært starf og undirbúning. Í þessari vinnu fann maður fyrir hinu sanna félagshjarta.

Söguvefurinn er og verður okkur öllum gríðarlega mikilvægur þar sem við römmum inn okkar mestu verðmæti – sögu félagsins,“ sagði Björn Einarsson, formaður Víkings við opnun söguvefsins. Á afmælisdaginn var einnig nýtt vallarhús formlega vígt. 110 ára afmælinu verður minnst með sérstakri afmælisdagskrá á árinu þar sem meðal annars er á dagskrá

 


Joomla Gallery makes it better. Balbooa.com

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna