FÉLAGIÐ

Á 110 ára afmæli félagsins var nýtt vallarhús vígt af séra Arnaldi Bárðarsyni, presti í Bústaðarkirkju. Um byltingu er að ræða í aðstöðu fyrir upptökur af leikjum, bæði fyrir lýsendur og eins þá sem eru upp á þakinu með myndavélarnar.

Byggingin var reist í góðu samstarfi við tæknideild 365 svo að hugað væri að þeirra þörfum við framkvæmd leikja. Í byggingunni verða síðan góðar geymslur fyrir búnað knattspyrnudeildar og verður þannig mun styttra að sækja tæki og bolta fyrir æfingar. Á næstu dögum verður lokið við að glerja bygginguna og setja hurðir og mun hún þá taka á sig endanlega mynd.

Vallarhúsið rammar vel inn umgjörðina í kringum heimaleiki félagsins og myndar auk þess gott skjól inn á vellinum. Húsið hefur tekið þó nokkurn tíma í byggingu en framgangurinn hefur verið eftir efnum félagsins og hefur ekki verið vilji til að stofna til skulda vegna verkefnisins heldur að sækja styrki og framlög eins og kostur er. Kjartan Hjaltested hefur borið þungann af verkinu og hefur hann séð um smíðina og ýmis aðföng og kann félagið honum bestu þakkir fyrir.

Við óskum öllum Víkingum til hamingju með þetta nýja mannvirki.


Joomla Gallery makes it better. Balbooa.com

 

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna