FÉLAGIÐ

Þar er m.a. fjallað um afmælisveislu sem Knattspyrnufélagið Víkingur bauð til, en félagið varð um síðustu helgi 110 ára!

Aðalstjórn félagsins bauð til veislunnar, sem haldin var í hátíðarsal félagsins laugardaginn 21. apríl, en á þessum degi árið 1908 var félagið stofnað af fimm ungum strákum úr miðbæ Reykjavíkur. Nánar má fræðast um sögu félagsins á nýjum söguvef Knattspyrnufélagsins Víkings sem opnaði á afmælisdaginn. Vefslóðin er soguvefur.vikingur.is.

Þessum tímamótum var einnig fagnað með sérstöku afmælishlaupi sem haldið var á sumardaginn fyrsta. Myndir frá sumardeginum fyrsta í Víkinni og afmælishlaupinu er að finna í fréttabréfinu.  Þá er einnig tvö skemmtileg innlegg frá knattspyrnudeild, annarsvegar viðtal við Loga Ólafsson, þjálfara, og síðan er umfjöllun um framtíðarkempur Víkings.

Almenningsíþróttadeildin er með samantekt úr starfi sínu, en þar hefur mikil fjölgun orðið í deildinni sem nýtur vinsælla langt út fyrir hverfismörkin.  Síðan en ekki síst er handknattleiksdeildin með frétt um lokahóf deildarinnar þar sem verðlaun voru afhent þeim sem stóðu sig best á nýloknu tímabili.  Einnig eru fleiri stuttar fréttir af starfi félagsins. Vonum að allir Víkingar njóti blaðsins, skelli sér á völlinn í dag og kíki síðan á söguvefinn!    

Áfram Víkingur!

Vikingur frettabref mai 2018 2. tbl. 6. arg. forsiða

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna