FÉLAGIÐ

Tveir nýjir heiðursfélagar voru teknir inn þegar Knattspyrnufélagið Víkingur fagnaði 110 ára afmæli félagsins. Þeir eru Eysteinn Helgason og Jón Kristinn Valdimarsson

Eysteinn Helgason, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri er fæddur í Reykjavík 24.sept.1948.

Eysteinn varð stúdent frá VÍ 1969 og lauk cand.oecon-prófi frá HÍ 1973.

Starfsferill Eysteins er orðinn býsna langur og fjölbreyttur innan sérsviðs viðskiptafræðanna bæði innanlands sem utan. Eysteinn bjó öll sín uppvaxtar-og manndómsár í túnfæti Víkingsvallarins við Hæðargarð og lék knattspyrnu með félaginu allt upp í 3ja flokk á miklum uppgangstímum í félaginu á sjötta áratug síðustu aldar.

Eysteinn var formaður Handknattleiksdeildar á árunum 1977 til 1981. Þessi tími í handknattleiksögu félagsins er einstakur. Eysteinn stóð í brúnni þega Pólverjinn Bogdan Kovalsijk var ráðinn þjálfari með þeirri niðurstöðu að handknattleikslið félagins vann Íslandsmót og bikarkeppni ár eftir ár og á tímabili stóðu önnur félög Víkingi talsvert að baki

Jón Kristinn Valdimarsson, tæknifræðingur, er fæddur á Húsavík, 22.janúar 1938.

Jón lauk prófi í rafeindavirkjun hjá Póst-og símaskólanum 1959 og varð tæknifræðingur frá Tekniska Instt.í Stokkhólmi 1963. Hann hefur sótt  ýmsa viðbótarmenntun í sinni grein innanlands sem utan. Hann varð tæknifræðingur hjá Pósti og síma strax frá prófborði og til ársins 1965, deildartæknifr.1965 til 1985 og yfirtæknifræðingur stofnunarinnar frá árinu 1985.

Jón sat í aðalstjórn Kf.Víkings frá árinu 1978, varformaður 1980 til 1981 og aftur 1987 til 1990.  Hann var formaður handknattleiksdeildar 1981 til 1983 og á þeim tíma komu Íslandsmeistaratitlar í hús árlega. Jón var formaður byggingarnefndar félagsins frá árinu 1987. Í byggingarsögu félagsins hér í Fossvogi verður Jóns Kr. hvað lengst minnst. Þar fór saman djúp þekking á arkitektúr og fysiskum byggingaframkvæmdum, ákveðinn í samskiptum ef þörf var á slíku og ávallt hreinskiptinn.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna