FÉLAGIÐ

Dagur B. Eggertsson og Björn Einarsson formaður knattspyrnufélagsins Víkings skrifuðu undir samning í gær um að Reykjavíkurborg leggi gervigras á aðalvöll íþróttafélagsins við Traðarland.

 

Samkvæmt samningnum tekur Reykjavíkurborg að sér að leggja gervigras ásamt nauðsynlegu undirlagi með snjóbræðslu- og vökvunarkerfi á aðalvöll félagsins. Einnig verður ýmis búnaður á vellinum endurnýjaður, t.d. mörkin og sópur fyrir gervigrasvöllinn.

Tæknibúnaði fyrir völlinn verður komið fyrir undir stúku ef mögulegt er.

Breytingar á aðalvelli og fljóðljós eru með fyrirvara um samþykkt á breyttu deiliskipulagi.

Áætlað er að hefja framkvæmdir við völlinn í september og er áætlað að þeim verði lokið fyrir 1. nóvember á þessu ári en stefnt er að því að öllum frágangi við völlinn verði lokið fyrir miðjan maí 2019.

Kostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður 300 milljónir króna.

Samningurinn var samþykktur í borgarráði 23. apríl síðastliðinn.

*Frétt tekin af heimasíðu Reykjarvíkurborgar

 

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna