FÉLAGIÐ

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings var haldinn fimmtudaginn 12. júlí í Víkinni. Á fundinum var Björn Einarsson endurkjörinn formaður félagsins og aðalstjórn félagsins verður auk þess óbreytt.Síðasta ár velti Knattspyrnufélagið Víkingur 330 milljónum króna og skilaði félagið hagnaði uppá 6 miljónir króna. Þessi góði árangur undirstrikar að það ríkir stöðuleiki varðandi rekstur og bjrnstjórnun félagins. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Víkinni síðasta árið.

Þann 21. apríl, á 110 ára afmæli félagsins, var nýtt vallarhús vígt. Þá hafa viðgerðir staðið yfir á karatesal félagsins og einnig hafa lagfæringar verið gerðar á félagsheimili Víkinga sem og lóð og tröppum. Lagðir voru nýjir glæsilegir tennisvellir þar sem eldri vellirnir voru, ný vallarklukka sett upp við aðalvöll félagsins í maí sl., auk þess sem viðhald var gert á stúkunni og sett ný handrið. Þá var einnig sett upp ný og fullkomin lýsing í keppnissalnum í Víkinni.

Stærstu framkvæmdirnar eru framundan þegar nýr fullkominn gervigrasvöllur verður lagður á aðalvöll félagsins og mun hann verða tilbúinn fyrir næsta keppnistímabil. Eins og þessi listi segir til um er viðhald á mannvirkjum félagsins orðið mjög brýnt og er mjög þung áhersla af hálfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að tafalaust verði hafist handa við þau atriði í viðhaldinu sem geta ekki beðið, má þar nefna nýja klæðningu á Víkina. Stærsta verkefni aðalstjórnar síðasta árið hefur snúist um ýtarlegar viðræður við Reykjavíkurborg um framtíðaruppbyggingu Víkings.

Sérstakur starfshópur í beinu umboði borgarstjóra hittist vikulega síðasta vetur og átti Víkingur 5 fulltrúa í hópnum, 4 stjórnarmenn aðalstjórnar og framkvæmdarstjóri félagsins, á móti 5 fulltrúum Reykjavíkurborgar, frá öllum þeim skrifstofum og ráðum borgarinnar sem koma að málefnum Víkings. Skýrslu um niðurstöður starfshópsins verður skilað til borgarstjóra í ágúst 2018. Ljóst er að félagið er að ná sterkum og mikilvægum árangri í viðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Víkingur hefur nálgast viðræðurnar skipulega og af mikilli festu. Framundan eru fjölbreytt og krefjandi verkefni þar sem félagið á mikil tækifæri.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna