FÉLAGIÐ


Þriðjudaginn 13.nóvember stendur Knattspyrnufélagið Víkingur fyrir fyrirlestri með Pálmari Ragnarssyni um jákvæð samskipti í íþróttum. Fyrirlesturinn er fyrir iðkendur Víkings ásamt því að foreldrar eru einnig velkomnir.
Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti sem hann hefur flutt víðs vegar um landið. Í fyrirlestri fyrir íþróttaiðkendur fjallar hann á skemmtilegan hátt um samskipti í íþróttum, hvernig við getum verið góðir liðsfélagar, leiðtogar og náð því besta úr öllum í liðinu. Pálmar er með bs. gráðu í sálfræði og hefur starfað sem körfuknattleiksþjálfari við sérlega gott orðspor í 13 ár auk þess að hafa tekið þátt í verkefni ÍSÍ og UMFÍ: Sýnum karakter sem snýr að þjálfun andlegu hliðarinnar í íþróttum.

--------
Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Knattspyrnufélagsins Víkings. Knattspyrnufélagið Víkingur vill stuðla að aukinni fræðslu fyrir bæði iðkendur, foreldra og þjálfara. Víkingur er hverfafélag í besta skilningi þess hugtaks. Barna- og unglingastarf félagsins er undirstaða alls starfs félagins og er mikilvægt að hlúa að því starfi enn frekar. Vill Knattspyrnufélagið Víkingur stuðla að samheldni innan þess samfélags sem Víkingur er. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum iðkendum og foreldrum félagsins.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna