Árlega er haldin jólamyndasamkeppni um framhlið jólakorts Knattspyrnufélagsins Víkings. Nemendur í 3. bekk í Fossvogsskóla og Breiðagerðisskóla fá að spreyta sig og eru verðlaun veitt fyrir bestu myndina, auk þess sem hún mun skreyta jólakort félagsins.
Í ár fengum við alls í kringum 100 myndir og var valið erfitt enda margar fallegar tillögur.
Sigurvegari jólakortakeppninnar í ár er Anna Karen Hafþórsdóttir, nemandi í 3. bekk Breiðagerðisskóla. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, fór og heimsótti Önnu Karen og samnemendur hennar í Breiðagerðisskóla og færði henni m.a. að gjöf jólakort Víkings, sem að þessu sinni prýðir mynd eftir hana sjálfa.
Á myndinni til hliðar er Anna Karen ásamt Haraldi og jólakortið fallega.
Innilega til hamingju Anna Karen og bestu þakkir til allra krakkanna sem tóku þátt í þessari skemmtilegu samkeppni.
Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.