FÉLAGIÐ

 

Tinna Óðinsdóttir knattspyrnukona útnefnd íþróttamaður Víkings árið 2018.

Tinna var á liðnu keppnistímabili fyrirliði HK/Víkings er liðið tryggði sér áframhaldandi veru í deild þeirra bestu og er það í fyrsta sinn sem liðið nær því.

Hún hefur verið leikmaður Víkings og HK/Víkings í hartnær 20 ár og er í dag langelsti uppaldi leikmaður liðsins. Hún er góð fyrirmynd ungra iðkenda og hefur í gegnum árin þjálfað marga þeirra leikmanna sem eru samherjar hennar í liðinu í dag. Tinna lék sinn hundraðasta leik fyrir meistaraflokk HK/Víkings tvítug að aldri og var þá sú fjórða til að ná þeim fjölda frá upphafi sameiginlegs liðs HK og Víkings, en samstarf félaganna nær aftur til ársins 2001. Hún hefur síðan bætt við 129 leikjum og er í dag leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, með 229 leiki.Tinna Oðinsdottir

Aðrir sem voru tilnefndir eru:

•             Stella Karen Kristjánsdóttir, borðtennis

•             Rebekka Friðriksdóttir, handknattleikur

•             Hilmar Snær Örvarsson, skíði

•             Egill Sigurðsson, tennis

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna