FÉLAGIÐ

Eins og margir hafa frétt var ákveðið á síðasta ári að aðalvöllur félagsins yrði lagður  gervigrasi og er markmiðið að sú framkvæmd klárist í byrjun júní. Það er því ekki seinna að vænna en að byrja verkið og hefjast því framkvæmdir á morgun.

Þetta gerir það að verkum að töluvert rask verður á bílastæðum og umferð hér í kringum Víkina. Töluverð umferð vörubíla verður hér frá 08:00 -14:30 á daginn en við reynum að takmarka hana eins og kostur er á öðrum tímum svo að sem minnst hætta skapist, sérstaklega fyrir yngri iðkendur félagsins.

Akstursleiðir vörubíla verða sérstaklega merktar og stæðum lokað en allir eru beðnir að sýna varúð og þolinmæði á meðan þessu verki stendur.

Af gefnu tilefni er sérstaklega bent á stæði sem eru við Stjörnugróf, austan megin við Víkina, en þar er yfirleitt nóg af stæðum og svo er rétt að árétta að það er stranglega bannað að leggja í Traðarlandinu sjálfu eins og merkingar gefa til kynna en lögreglan hefur verið dugleg að koma og sekta þá sem þar leggja og hefur það kostað ökumenn kr. 10.000 í hvert skipti.

Áfram Víkingur

Víkin framkvæmdir 2019

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna