FÉLAGIÐ

Það verður sannkölluð sumarhátíð hér í hverfinu á sumardaginn fyrsta.

Dagskráin hefst með hinu árlega afmælishlaupi Víkings

KL 09:30  Árlegt Afmælishlaup Víkings (sjá upplýsingar um hlaupið hér) https://www.facebook.com/events/324764208235054/ 

Kl 12:00 Grillað við Grímsbæ.  Meistaraflokkur karla í Víking grillar fyrir gesti og gangandi í boði Krambúðarinnar.

Kl 13:00 Skrúðganga til Bústaðakirkju undir taktfastri tónlist Skólahljómsveitar Austurbæjar. Fánaberar úr röðum Víkinga og skáta.

Kl 13:30 Dagskrá hefst í Bústaðakirkju.Barnakórar kirkjunnar,  línudans  frá eldriborgurum í Hæðagarði, Þórdís Katla frá nemendaráði Réttarholtsskóla flytur ávarp. Aðalheiður Una og hljómsveit flytja nokkur lög

Eftir samveru í kirkjunni er dagskrá í Víkinni, 

 KL 13:45 Dagskráin hefst í Víkinni. 

Hoppukastalar, andlitsmálun, Skátarnir, þrautir og leikir, myndasýning leikskólanna og hið glæsilega kökuhlaðborð og kaffi með því.

14:00 HK/Víkingur - Fylkir / Lengjubikar kvenna 

Það verður sannkölluð skemmtun fyrir alla fjölskylduna sumardaginn fyrsta í Víkinni. 

Áfram Víkingur !! 

 

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna