FÉLAGIÐ

Borgarráð hefur samþykkt að hefja samningaviðræður við Knattspyrnufélagið Víking um að félagið taki við rekstri íþróttamannvirkja í Safamýri eftir flutning íþróttafélagsins Fram á nýtt félagssvæði í Úlfarsárdal.

Í grein morgunblaðsins er rætt við Björn Einarsson formann Víkings.

"Við lýstum strax yfir miklum áhuga á að taka að okkur þetta verkefni. Íþróttastarf Víkings er mjög öflugt í öllum aldursflokkum og rómað af öllum sem til þekkja. Björn segir að stjórn félagsins hafi markað ákveðna stefnu til framtíðar með stækkuðu félagsvæði og Reykjavíkurborg hafi litist afar vel á hana. Samlegð núverandi Víkingshverfis og Safamýrar sé mjög mikil og stefnan sé að vinna öflugt íþróttastarf undir merkjum Víkings. Það er mikilvægt fyrir okkur Víkinga að stækka okkar hverfi og því skiptir miklu að fá Safamýrina sem viðbót. Hann segir að samtalið við Reykjavíkurborg hafi tekið eitt og hálft ár. Við lögðum höfuðáherslu á að vinna þetta verkefni mjög náið með öllum sem eiga hagsmuna að gæta. Þar á ég við Fram, Reykjavíkurborg, íbúasamtökin og ÍBR. Við höfum lagt áherslu á að sterkt flæði milli Safamýrar og okkar starfsemi í Víkinni. Hann segir að horft sé til þess að aðalleikvangur fyrir knattspyrnu verði í Víkinni en handboltinn verði leikinn í Safamýri, enda mikið og öflugt handboltahverfi. Einnig verði lögð áhersla á að barna- og unglingastarfið verði öflugt á báðum stöðum og gott samstarf þar á milli. Björn bendir á að fyrir margt löngu, þegar Fram var enn þá með starfsemi fyrir neðan Sjómannaskólann, þ.e. við Skipholt, hafi margir Víkingar komið þaðan sem síðar var Framhverfið, t.d. Stóragerði, Hvassaleiti og Háleiti. Því megi segja að nú sé Víkingur að hasla sér völl í þessu hverfi á nýjan leik. Þetta er gríðarlega stórt skref fyrir okkur Víkinga og við erum afar glaðir yfir því að borgin skuli fela okkur þetta mikilvæga verkefni. Það eru allir Víkingar stoltir í dag"

Frétt MBLFrétt Vísis 

Tillögu borgarráðs má sjá hér 

1143570

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna