FÉLAGIÐ

Handboltaskóli Víkings 2020 - Skráning er hafin

Handboltaskóli Víkings 2020  fer fram 4. - 21. ágúst og er fyrir krakka á aldrinum 5 - 13 ára. (2009-2014).

Jón Gunnlaugur er skólastjóri skólans en hann er jafnframt afreks – og yfirþjálfari Víkings. Ásamt honum munu þjálfarar handknattleiksdeildar og leikmenn í meistaraflokki koma í heimsókn.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og unnið verður í undirstöðuatriðum handboltans. Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.

Námskeiðið er frá kl. 9-12.

Verð: (miðast við tveggja vikna námskeið) - Hálfur dagur kr. 11.500                 

Skráning fer fram rafrænt á www.vikingur.felog.is  

Við skráningu þarf að ganga frá greiðslu.

Allar nánari upplýsingar um sumarnámskeið á vegum Víkings er hægt að fá í síma 519 7600 milli kl. 9:00 -16:00 og í gegnum tölvupóst    

_______________________________

Tennisskóli Víkings FYRIR 8 - 16 ÁRA Skráning hefst 15. maí 

Tennisklúbbur Víkings verða með tennisnámskeið bæði fyrir byrjendur og ungt afreksfólk. Tennisnámskeiðin fara fram á nýju tennisvöllum Tennisklúbbur Víkings, Traðarland 1, 108 Reykjavík í Fossvogsdal 

Byrjendur kynnast grunnatriðum tennisíþróttarinnar í formi léttra æfinga og leikja. Krakkar sem ljúka tveggja vikna námskeiði læra „Míni Tennis“ sem er grunnstigsleikur fyrir byrjendur.

Einnig helstu reglur í tennis og hvernig á að telja í tennisleik. Námskeiðið er haldið virka daga kl. 9–12 og/eða kl. 13–16. Krakkarnir verða að koma með nesti í skólann og það er einn kaffitími fyrir og eftir hádegi.

Mikilvægt er að muna eftir því að klæða börnin eftir veðri.

Námskeiðsgjald er 18.500 kr. og innifalið er Wilson tennisspaði, tennisbol og 3 boltar.   

Veittur er 10% systkinaafsláttur og 20% afsláttur ef sótt er um fleiri en eitt námskeið. Mögulegt er að skrá þátttakendur viku í senn.

Þá kostar vikan 13.800 kr. Stakur dagur kostar 3.000 kr. (spaði og boltar ekki innifalin).

Nánari upplýsingar – s. 820 0825, www.tennis.is og   Skráning fer fram á www.vikingur.felog.is við skráningu þarf að ganga frá greiðslu.  Við skráningu er mikilvægt að merkja við fyrir eða eftir hádegi. 

Tennisskóli / Afreksprógram

8.-19.júní kl.9-12 (2 vikur)

8.-19.júní kl.13-16 (2 vikur)

8.-12.júní kl.9-12 (1 vika)

8.-12.júní kl.13-16 (1 vika)

15.-19.júní kl.9-12 (1 vika)

15.-19.júní kl.13-16 (1 vika)

22.júní - 3.júlí kl.9-12 (2 vikur)

22.júní - 3.júlí kl.13-16 (2 vikur)

22.-26.júní kl. 9-12 (1 vika)

22.-26.júní kl.13-16 (1 vika)

29.júní - 3.júlí kl.9-12 (1 vika)

29.júní - 3.júlí kl.13-16 (1 vika)

6.-17.júlí kl.9-12 (2 vikur)

6.-17.júlí kl.13-16 (2 vikur)

6.-10.júlí kl.9-12 (1 vika)

6.-10.júlí kl.13-16 (1 vika)

13.-17.júlí kl.9-12 (1 vika)

13.-17.júlí kl.13-16 (1 vika)

20.-31.júlí kl.9-12 (2 vikur)

20.-31.júlí kl.13-16 (2 vikur)

20.-24.júlí kl.9-12 (1 vika)

20.-24.júlí kl.13-16 (1 vika)

27.-31.júlí kl.9-12 (1 vika)

27.-31.júlí kl.13-16 (1 vika)

3.-14.ágúst kl.9-12 (2 vikur)

3.-14.ágúst kl.13-16 (2 vikur)

3.-7.ágúst kl.9-12 (1 vika)

3.-7.ágúst kl.13-16 (1 vika)

10.-14.ágúst kl.9-12 (1 vika)

10.-14.ágúst kl.13-16 (1 vika)

17.-21.ágúst kl.9-12 (1 vika)

17.-21.ágúst kl.13-16 (1 vika)

_______________________________

Víkingur - Sumarhjólanámskeið 2020 - Skráning hefst laugardaginn 16. maí. 

Víkingur og Hjólaskólinn kynna: Ævintýrahjól í náttúrunni fyrir börn 7-11 ára

Fæðingarár: 2009-2010-2011-2012-2013

Aldurs- og getuskiptir hópar og allir hjóla á sínum forsendum, hversu stutt eða langt barnið er komið á hjólinu. Allir læra og fá að njóta sín!

Námskeiðin eru kl. 13-16 á eftirfarandi dagsetningum:

*Námskeið A - 29.6-3.7 Öskjuhlíð og nágrenni

Markmið námskeiðanna er að skapa hjólagleði og að gera hjólreiðar ævintýralegar og eftirsóknaverðar hjá börnum. Við æfum hjóla- og umferðarreglurnar, förum í hjólatúra á stígum, malarvegum og slóðum í náttúrunni og lærum og æfum helstu tækniatriði hjólreiða sem auka á færni, sjálfstraust og skemmtun á hjólinu! 

Hjól: fjallahjól, athuga vel að dekk, bremsur og gírar séu í góðu lagi. Gott er að  hafa aukaslöngu ef það skildi springa. Börn skulu koma með nesti með sér (t.d. samloku og ávöxt) og drykk í bakpoka (með breiðum böndum) sem þau geta hjólað með. Einnig þurfa börnin að vera klædd í samræmi við veður hverju sinni.  Hjálmaskylda er á námskeiðinu.

Þjálfarar eru sem fyrr Erla Sigurlaug og Þóra Katrín vanar hjólakonur hjá Hjólaskólanum en er þetta þriðja árið þeirra með sumarhjólanámskeiðin. Eru þær báðar með þjálfarapróf frá ÍSÍ ásamt því sem Þóra Katrín er með alþjóðleg fjallahjólakennararéttindi PMBIA frá Kanada og Erla er með mikla reynslu frá landsliðinu og æfingum hjá Alþjóða hjólreiðasambandinu. 

Verð: kr. 16.900
10% systkinafsláttur af barni nr. 2. - kemur sjálfkrafa inn við skráningu á seinna barni. 

Frekari upplýsingar og fyrirspurnir:

Skráning í gegnum skráningarkerfi Nóra 

 _______________________________

 

 

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna