FÉLAGIÐ

Frá og með 4. maí verður skrifstofa Víkings opin mánudag, miðvikudag og föstudag frá 10:00– 14:00.

Æfingar hjá Knattspyrnufélaginu Víking hefjast að nýju 4. maí 

Fótbolti

Æfingar hjá yngri flokkum 3 – 7. flokki karla og kvenna hefjast mánudaginn 4. maí samkvæmt æfingatöflu. Örfáar breytingar hefur þurft að gera og eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að kynna sér þær en uppfærðar æfingatöflur má finna á vef félagsins. www.vikingur.is frá 1. maí

Æfingar hjá 8. flokki karla og kvenna hefjast úti 11. maí á æfingagrasi félagsins. Uppfærðar æfingatöflur má finna á vef félagsins www.vikingur.is

Hægt verður að sjá æfingatöflu hjá iðkendum í Sideline appinu frá og með 4. maí. Foreldrar/forráðamenn og iðkendur eru hvattir til að sækja appið ef þeir hafa ekki gert það nú þegar. Frekari upplýsingar um appið má nálgast hér að neðan.

Handbolti

Æfingar hjá yngri flokkum 4. – 9. Flokki karla og kvenna hefjast mánudaginn 4. Maí. Örfáar breytingar hefur þurft að gera og eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að kynna sér þær en uppfærðar æfingatöflur má finna á vef félagsins  www.vikingur.is frá 1. maí. 

Hægt verður að sjá æfingatöflu hjá iðkendum í Sideline appinu frá og með 4. maí. Foreldrar /forráðamenn og iðkendur eru hvattir til að sækja appið ef þeir hafa ekki gert það nú þegar. Frekari upplýsingar um appið má nálgast hér að neðan.

Karate

Æfingar hjá Karate hefjast mánudaginn 4. maí. Akstur frá Víkinni og Breiðagerðisskóla verður með sama hætti og hann var.

Íþróttaskóli Víkings

Íþróttaskóli Víkings fer aftur af stað eftir samkomubann 4. maí. Fyrsti tími verður laugardaginn 9. maí en 3 tímar eru eftir af námskeiði vorannar.

Til að gæta þess að ekki verði farið yfir fjöldatakmarkanir viljum við biðja foreldra/forráðamenn um að einungis einn foreldri/forráðamaður mæti með hverju barni.

Næstu tímar 9. maí,  16. maí,  23. maí (Frekari upplýsingar verða sendar foreldrum í tölvupósti)

Takmarkanir þegar börn eru sótt í Frístund

Frístundin í Víkinni verður með eðlilegum hætti. Sólbúar og Neðstaland munu koma til með að nýta Berserkjasalinn frá 14:30 – 17:00. Foreldrar geta ekki komið að sækja börnin inn í Víkina þegar börnin klára æfingu eða frístund lýkur. Þegar þau verða sótt eru foreldrar beðnir um að hringja í símann hjá frístundaheimilinu eða tilkynna starfsmanni í andyri í kjallara hvaða barn sé verið að sækja. Starfsmenn frístundaheimilina munu þá aðstoða barnið við að sækja dótið sitt og koma því til foreldra.

Þar sem fjöldatakmarknir eru enn í gildi hvað fullorðna einstaklinga varðar viljum varna því að foreldrar komi saman í stórum hópum. Einungis neðri hæð hússins verður opin á þeim tíma þegar æfingar eru í gangi þ.e. frá kl. 14-18.

Sideline - Fótbolti og Handbolti 

Hægt er að nálgast appið og hagnýtar upplýsingar tengdu því hér að neðan með því að klikka hér. https://sidelinesports.zendesk.com/hc/en-us/sections/360007123412-Leikmenn-og-a%C3%B0standendur frekari upplýsingar er hægt að fá í gegnum netfangið  

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna