FÉLAGIÐ

Á fundi borgarráðs  27. júní 2019 var samþykkt samhljóða að Knattspyrnufélagið Víkingur tæki við rekstri íþróttamannvirkja í Safamýri þegar Fram hefur alfarið flutt starfsemi sína í Úlfarárdal sem er fyrirhugað haustið 2022. Í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur félaganna tveggja, fulltrúa íbúa, ÍTR og ÍBR sem falið var að sinna stefnumótun og innleiðingu flutningsins. Hópurinn hefur hist á reglulegum stöðufundum.

Knattspyrnufélagið Víkingur hefur tekið á þessum tíma markviss skref til að tengja sig við hverfi Safamýrar s.s. með yfirtöku á kvennaknattspyrnu í Safamýri, Íþróttaskóli Víkings hefur tekið til starfa í Álftamýrarskóla og Karatedeild Víkings hefur komið sér fyrir með starfsemi sína í Safamýri.

Nú hefur verið ákveðið að Víkingur taki yfir allar æfingar 7 ára og yngri í handknattleik og knattspyrnu frá og með nýju skólaári í haust. Karatedeild Víkings reið á vaðið í janúar síðastliðnum en nú bætast handknattleikur og knattspyrna við.

Frekari upplýsingar vegna þessa verða kynntar í ágúst með kynningum til foreldra og til skólastjórnenda í hverfinu.

Reykjavík 04.06.2020.

Knattspyrnufélagið Víkingur

Knattspyrnufélagið Fram  

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna