Í vor gerðu Reykjavíkurborg og Knattspyrnufélagið Víkingur með sér samkomulag að gervigras skyldi lagt á aðalvöllinn í Víkinni. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að bjóða framkvæmdina út á næstu dögum.
Þriðjudaginn 13.nóvember stendur Knattspyrnufélagið Víkingur fyrir fyrirlestri með Pálmari Ragnarssyni um jákvæð samskipti í íþróttum.
Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings var haldinn fimmtudaginn 12. júlí í Víkinni. Á fundinum var Björn Einarsson endurkjörinn formaður félagsins og aðalstjórn félagsins verður auk þess óbreytt.