FÉLAGIÐ

Búið er að opna fyrir skráningar á námskeið á vorönn 2018 á www.vikingur.felog.is

Þau námskeið sem Knattspyrnufélagið Víkingur býður uppá vorönn 2018

Knattspyrnufélagið Víkingur óskar Víkingum nær og fjær gleðilegs nýs árs.

Við þökkum frábærar stundir í gegnum tíðina og stefnum, eins og alltaf, hærra á nýju ári.

Áfram Víkingur !

Magnús Kristinn Magnússon borðtennismaður var í kvöld útnefndur Íþróttamaður Víkings 2017.

Magnús Kristinn hefur um langt árabil verið einn besti borðtennismaður landsins.  Á árinu varð hann Íslandsmeistari í einliðaleik karla og bikarmeistari með Víkingsliðinu. Þá sigraði Magnús fjölmörg stigamót á vegum Borðtennissambandsins á árinu.

Aðrir sem voru tilnefndir eru:

  • Halldór Smári Sigurðsson, knattspyrna
  • Birgir Már Birgisson, handknattleikur
  • Egill Sigurðsson, tennis
  • Jón Gunnar Guðmundsson, skíði

 

Jólaútgáfa fréttabréfs Víkings er komið út.

Vikingur frettabref 5. arg. 6. tlb. Desember 2017


Fjölbreytt efni er að vanda í blaðinu, m.a. um lokahóf knattspyrnudeildar, yngri flokka í knattspyrnu sem og umfjöllun um handbolta, skíði og tennis.

Þú getur nálgast blaðið hér

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum liðin ár
Knattspyrnufélagið Víkingur

 

Í dag voru veitt verðlaun í árlegri jólakortasamkeppni Víkings.

Það eru nemendur í 3. bekk í Breiðagerðisskóla og Fossvogsskóla sem taka þátt í keppninni. Sigurvegarinn þetta árið kemur úr Breiðagerðisskóla og heitir jens Pétur Atlason. Hann teiknaði sigurmyndina, en í ár val valið sérlega erfitt þar sem hátt í 100 myndir bárust í keppnina.  

Til hamingju Jens Pétur

 

 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna