FÉLAGIÐ
Gengið var frá ráðningu yfirþjálfara Milos Milojevic fyrir 3.-8.flokk kvenna og karla, en hann hefur þjálfað hjá okkur um nokkurt skeið með góðum árangri. Tilkynnt var formlega um þetta á þjálfarafundi s.l. fimmtudag og hann hefur þegar hafið störf. Milos er fæddur 1982 í Serbíu og er með menntun þaðan, sem Íþróttafræðingur og er með UEFA-B knattspyrnuþjálfaragráðu. Við væntum mikils af Milosi í samstarfi við aðra þjálfara félagsins, foreldra, stjórnendur og síðast en ekki síst iðkendur ásamt öðrum Víkingum sem eiga samskipti við hann. Þetta er nýtt stöðugildi, sem Knattspyrnudeild í samstarfi við Barna- og Unglingaráð er að móta, en við vonumst til að þetta nýja starf efli félagið til muna í framtíðinni.

Bjóðum Milos velkominn í nýtt starf.“Knattspyrnudeild / Barna- og Unglingaráð Víkings.

altHaustmótið er byrjað hjá 3.flokki kvenna í fótboltanum og byrjar flokkurinn mótið með miklum látum.Í fyrsta leik mættu þær Þrótti á gervigrasvellnum í Laugardal og spiluðu stelpurnar mjög vel. Leikurinn endaði með sigri stelnanna 4-0 sem var síst of stór.
S.l laugardag sóttu þær Fjölni heim í Grafarvoginn og sigruðu þær 5-0. Eftir fyrstu tvo leikina er markatalan 9-0 og með sigri í síðasta
leiknum n.k. sunnudag á móti Fylki í Víkinni mun lið tryggja sér sigur í riðlunum og leika til úrslita á haustmótinu.

Andri Marteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Víkings en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í Víkinni í morgun. Ráðningin kemur kannski ekki á óvart en Andri hefur verið í viðræðum við félagið í nokkra daga. Hann sýndi mikinn áhuga á starfinu og mun nú setjast í brúnna og stýra Víkings-skútunni til betri vega.

Yfir 200 leikir í efstu deild

Andri Marteinsson er 45 ára gamall og uppalinn Víkingur. Hann lék með meistaraflokki Víkings á árunum 1983-1986 og svo aftur eitt tímabil 1989-1990. Er hann því að koma aftur eftir 21 árs fjarveru.

Í millitíðinni hefur hann spilað yfir 200 leiki í efstu deild með liðum á borð við FH, Fylki, Leiftri og KR. Hann er einn leikjahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi. Þess utan á hann að baki tuttugu landsleiki.

Magnaður árangur með Hauka

Andri hefur stýrt liði Hauka undanfarin fjögur ár og náð þar hreint ótrúlegum árangri. Hann kom liðinu auðveldlega upp úr 2. deildinni 2007 á sínu fyrsta ári með liðið. Það ár komst 2. deildar lið Hauka einnig í átta liða úrslit bikarkeppninnar.

Litlu munaði að Haukarnir færu upp úr 1. deildinni, einnig í fyrstu tilraun, sumarið 2008. Sumarið 2009 kom hann svo Haukum upp í Pepsi-deildina þar sem þeir léku í fyrra. Haukar þurftu að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum síðast sumar sem varð þeim endanlega að falli. Liðið var þó mært fyrir fallegan fótbolta og óþreytandi baráttuanda.

Andri er nú kominn aftur heim í Víkina og bíður hans spennandi en erfitt verkefni að lægja þær öldur sem hafa risið undanfarnar vikur. Við vitum þó að hópurinn sem hann hefur í höndunum öflugur og til alls líklegur standi menn þétt saman.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna