FÉLAGIÐ

altHaustmótið er byrjað hjá 3.flokki kvenna í fótboltanum og byrjar flokkurinn mótið með miklum látum.Í fyrsta leik mættu þær Þrótti á gervigrasvellnum í Laugardal og spiluðu stelpurnar mjög vel. Leikurinn endaði með sigri stelnanna 4-0 sem var síst of stór.
S.l laugardag sóttu þær Fjölni heim í Grafarvoginn og sigruðu þær 5-0. Eftir fyrstu tvo leikina er markatalan 9-0 og með sigri í síðasta
leiknum n.k. sunnudag á móti Fylki í Víkinni mun lið tryggja sér sigur í riðlunum og leika til úrslita á haustmótinu.

Andri Marteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Víkings en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í Víkinni í morgun. Ráðningin kemur kannski ekki á óvart en Andri hefur verið í viðræðum við félagið í nokkra daga. Hann sýndi mikinn áhuga á starfinu og mun nú setjast í brúnna og stýra Víkings-skútunni til betri vega.

Yfir 200 leikir í efstu deild

Andri Marteinsson er 45 ára gamall og uppalinn Víkingur. Hann lék með meistaraflokki Víkings á árunum 1983-1986 og svo aftur eitt tímabil 1989-1990. Er hann því að koma aftur eftir 21 árs fjarveru.

Í millitíðinni hefur hann spilað yfir 200 leiki í efstu deild með liðum á borð við FH, Fylki, Leiftri og KR. Hann er einn leikjahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi. Þess utan á hann að baki tuttugu landsleiki.

Magnaður árangur með Hauka

Andri hefur stýrt liði Hauka undanfarin fjögur ár og náð þar hreint ótrúlegum árangri. Hann kom liðinu auðveldlega upp úr 2. deildinni 2007 á sínu fyrsta ári með liðið. Það ár komst 2. deildar lið Hauka einnig í átta liða úrslit bikarkeppninnar.

Litlu munaði að Haukarnir færu upp úr 1. deildinni, einnig í fyrstu tilraun, sumarið 2008. Sumarið 2009 kom hann svo Haukum upp í Pepsi-deildina þar sem þeir léku í fyrra. Haukar þurftu að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum síðast sumar sem varð þeim endanlega að falli. Liðið var þó mært fyrir fallegan fótbolta og óþreytandi baráttuanda.

Andri er nú kominn aftur heim í Víkina og bíður hans spennandi en erfitt verkefni að lægja þær öldur sem hafa risið undanfarnar vikur. Við vitum þó að hópurinn sem hann hefur í höndunum öflugur og til alls líklegur standi menn þétt saman.

Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Víking
Látinn er í Reykjavík á áttugasta og fimmta aldursári sóma- og framkvæmdamaðurinn, Árni Árnason, forstjóri og gullmerkishafi Knattspyrnufélagsins Víkings og velgjörðarmaður um langa tíð. Má með sanni segja að fáir menn í liðugri 100 ára sögu félagsins hafi komið jafn víða við og markað jafn djúp spor í þá sögu sem Árni Árnason.
Starfsvettvangur Árna varð snemma verslun og viðskipti. Hann stofnaði og varð fyrsti forstjóri heildverslunarinnar Austurbakka hf. árið 1967 eftir feril sem sölumaður, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður margra fyrirtækja í Reykjavík og víðar á sjötta, sjöunda og fram á níunda áratug síðustu aldar. Má segja með sanni að vörumerki hans alla tíð í öllum rekstri hafi verið heilbrigð og traust viðskipti í hvívetna. Skaphöfnin var alltaf ljúf en hann var mikill keppnismaður og honum var ósýnt um að tapa.
Árni varð snemma félagsmálamaður og helgaði Kf. Víkingi krafta sína óskipta, einkum handknattleik, alveg frá stofnun handknattleiksdeildar í félaginu á árunum 1939 og 1940, bæði sem leikmaður og formaður deildarinnar 1954 til 1957. Hann verður formaður Handknattleiksráðs Reykjavíkur 1954 í þrjú ár og aftur stjórnarmaður 1960 til 1972 og var helsti hvatamaður að stofnun heildarsamtaka handknattleiksmanna, HSÍ, árið 1957 og fyrsti formaður þeirra. Það voru einmitt Víkingar undir forystu Árna ásamt Valsmönnum, sem áttu hugmyndina að fyrsta Íslandsmótinu í þeirri merku íþróttagrein árið 1940 og sáu um framkvæmd þess.
Árni sat í aðalstjórn Kf. Víkings á miklum umbrota- og uppgangstímum í sögu félagsins á árunum 1950 til 1954 við flutning þess í nýtt hverfi í Reykjavík, Bústaða- og Smáíbúðahverfi, en sú ákvörðun að flytja höfðuðstöðvar félagsins úr miðbæ Reykjavíkur var mjög umdeild á þeim tíma í félaginu. Árni var formaður fyrstu hússtjórnar félagsheimilis Kf. Víkings við Hæðargarð 1958 og til er ávarp formannsins frá sama ári þar sem stefnumálum stjórnarinnar er lýst í fáum en hnitmiðum orðum. Má segja með sanni að nánast hvert orð í þeirri stefnumótun hefur gengið eftir í tímans rás.
Árni varð fyrsti formaður blakdeildar félagsins 1973 til 1977 og sat í stjórn skíðadeildar 1980 til 1982. Eftir að stjórnarstörfum lauk sýndi hann félaginu sínu alla tíð mikla ræktarsemi og fylgdist grannt með gangi mála. Fyrirtæki hans komu ævinlega að stuðningi við flestar deildir félagsins þegar kom að útvegun hvers kyns keppnisbúnaðar á hverjum tíma, en Árni lagði sig alltaf eftir því í sínum rekstri að bjóða fram mikið úrval slíkra vara.
Árni Árnason var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Hann kvæntist ágætri konu, Guðrúnu Pálsdóttur f. 1929. Þau voru einkar samhent hjón og ævinlega nefnd saman í sömu andrá. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, sem öll lifa föður sinn. Þeim öllum og fjölskyldum þeirra eru sendar samúðarkveðjur við fráfall Árna Árnasonar, forstjóra.
Við Víkingar kveðjum höfðingja og þökkum honum leiðsögnina.
Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri vinur.
Hvíl í friði.
Ólafur Þorsteinsson, form. fulltrúaráðs Kf. Víkings.

 

Karen Sturludóttir, mesti markaskorarinn í sögu meistaraflokks HK/Víkings, er komin aftur heim eftir tveggja og hálfs árs dvöl í Stjörnunni. Karen hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild HK og ætlar að spila með HK/Víkingi í 1. deildinni næsta sumar.

 

Meistaraflokkur HK/Víkings lék sinn fyrsta mótsleik á árinu 2012 á föstudagskvöldið, í Faxaflóamótinu, og heimsótti þá lið ÍA í Akraneshöllina. Skagastúlkur höfðu betur, 3:1.

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna